Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 42
32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Menntun
Tónlistarnám
henni, þótt ekkert fari framhjá honum án þess hann taki eftir því og læri
af því.
García Lorca gekk í menntaskóla hjá jesúítum í Gran-
ada og lauk þaðan stúdentsprófi 17 ára gamall. Að
prófi loknu innritaðist hann í háskólann þar í borg sem laganemi. Fara
litlar sögur af laganámi hans, en þó tók hann sig til og lauk lögfræðiprófi
sex árum síðar. Mun hann eingöngu hafa gert það vegna foreldra sinna,
því að áhuga á lögspeki eða málfærslu verður aldrei vart hjá honum,
enda notfærði hann sér lögfræðikunnáttuna aldrei til neins.
Meðan García Lorca dvaldist við háskólann í Gran-
ada, byrjaði hann að nema tónlist hjá hinu kunna tón-
skáldi, Manuel de Falla, sem var guðfaðir hans. Varð García Lorca ágæt-
ur píanóleikari og hámenntaður í þjóðlegri spænskri tónlist. Taldi de
Falla hann efnilegasta nemanda sinn. R. M. Nadal, sem ritað hefur fróð-
legan formála að enskri útgáfu á ljóðum García Lorca, hefur eftir
Manuel de Falla þessi ummæli: „Þú veizt, hvílíkt Ijóðskáld García Lorca
er; hann hefði getað orðið eins mikill eða meiri tónlistarmaður.“
Manuel de Falla hafði árið 1905 hlotið verðlaun spænsku listakademí-
unnar fyrir óperuna „La vida breve“, verið síðan tónlistarkennari í París
1907—14 og komizt þar í náin kynni við Debussy og fylgjendur hans.
Manuel de Falla leitaði tónlist sinni síðar fanga í spænskum þjóðlögum;
og García Lorca fer að dæmi hans í ljóðlist sinni og leikritum. Hélzt með
þeim náin vinátta og samstarf, meðan báðir lifðu, til ómetanlegs gagns
fyrir báða.
Á fyrstu háskólaárunum í Granada byrjaði García
Lorca einnig að mála. Hélt hann því áfram að minnsta
kosti næsta áratug og komst svo langt að taka þátt í málverkasýningu í
Barcelona 1927. Hann hafði þó aldrei hugsað sér að verða listmálari,
heldur málaði hann aðeins til að þroska sig í ljóðlistinni, efla tilfinningu
sína fyrir litum og línum, fyrir ljóði náttúrunnar. En honum varð allt að
list, og málverk hans hlutu vinsamlega dóma, þóttu ljóðræn og frumleg.
Hin fyrsta prentaða ritsmíð García Lorca var blaða-
grein rituð árið 1917. Greinin var um spænska skáld-
ið Zorrilla y Moral og rituð í tilefni þess, að 100 ár
voru þá liðin frá fæðingu hans. Grein þessi hefur ekki verið endurprent-
uð, og ég hef hvergi séð efni hennar rakið né heldur getað grafið upp, í
Byrjar að mála
Fyrsta blaSa-
greinin