Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 42
32 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Menntun Tónlistarnám henni, þótt ekkert fari framhjá honum án þess hann taki eftir því og læri af því. García Lorca gekk í menntaskóla hjá jesúítum í Gran- ada og lauk þaðan stúdentsprófi 17 ára gamall. Að prófi loknu innritaðist hann í háskólann þar í borg sem laganemi. Fara litlar sögur af laganámi hans, en þó tók hann sig til og lauk lögfræðiprófi sex árum síðar. Mun hann eingöngu hafa gert það vegna foreldra sinna, því að áhuga á lögspeki eða málfærslu verður aldrei vart hjá honum, enda notfærði hann sér lögfræðikunnáttuna aldrei til neins. Meðan García Lorca dvaldist við háskólann í Gran- ada, byrjaði hann að nema tónlist hjá hinu kunna tón- skáldi, Manuel de Falla, sem var guðfaðir hans. Varð García Lorca ágæt- ur píanóleikari og hámenntaður í þjóðlegri spænskri tónlist. Taldi de Falla hann efnilegasta nemanda sinn. R. M. Nadal, sem ritað hefur fróð- legan formála að enskri útgáfu á ljóðum García Lorca, hefur eftir Manuel de Falla þessi ummæli: „Þú veizt, hvílíkt Ijóðskáld García Lorca er; hann hefði getað orðið eins mikill eða meiri tónlistarmaður.“ Manuel de Falla hafði árið 1905 hlotið verðlaun spænsku listakademí- unnar fyrir óperuna „La vida breve“, verið síðan tónlistarkennari í París 1907—14 og komizt þar í náin kynni við Debussy og fylgjendur hans. Manuel de Falla leitaði tónlist sinni síðar fanga í spænskum þjóðlögum; og García Lorca fer að dæmi hans í ljóðlist sinni og leikritum. Hélzt með þeim náin vinátta og samstarf, meðan báðir lifðu, til ómetanlegs gagns fyrir báða. Á fyrstu háskólaárunum í Granada byrjaði García Lorca einnig að mála. Hélt hann því áfram að minnsta kosti næsta áratug og komst svo langt að taka þátt í málverkasýningu í Barcelona 1927. Hann hafði þó aldrei hugsað sér að verða listmálari, heldur málaði hann aðeins til að þroska sig í ljóðlistinni, efla tilfinningu sína fyrir litum og línum, fyrir ljóði náttúrunnar. En honum varð allt að list, og málverk hans hlutu vinsamlega dóma, þóttu ljóðræn og frumleg. Hin fyrsta prentaða ritsmíð García Lorca var blaða- grein rituð árið 1917. Greinin var um spænska skáld- ið Zorrilla y Moral og rituð í tilefni þess, að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu hans. Grein þessi hefur ekki verið endurprent- uð, og ég hef hvergi séð efni hennar rakið né heldur getað grafið upp, í Byrjar að mála Fyrsta blaSa- greinin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.