Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 52
42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Romancero
Gitano
huguð gaumgæíilega, er hægt að sjá, að hann talar hér um reynslu sína
— hann hafði beitt þessari kenningu í framkvæmd.
Árið 1928 gaf García Lorca út ljóðabók sína „Sí-
gauiiadansar“ (Romancero Gitano). Ljóð þessi voru
öll ort á árunum 1924—1927, svo að „Sígaunadans-
ar“ voru beint framhald af „Söngvum“, er komu út árið áður. Bók þessi
gerði García Lorca á svipstundu frægan um allan Spán og í spænsku-
mælandi löndum handan hafsins. Gagnrýnendur áttu varla nógu sterk
orð til að lýsa hrifningu sinni, og lesendur rifu bókina út. Hún var
gefin út 7 sinnum á þeim átta árum, sem García Lorca átti ólifuð, og
síðan hann dó, hefur hún verið gefin út mörgum sinnum í SuðurAmer-
íku. Hefur engin spænsk ljóðabók verið eins mikið lesin á þessari öld.
Úrval þessara ljóða hefur verið gefið út í þýðingum á tungum flestra
menningarþjóða. „Sígaunadansar“ valda aldahvörfum í spænskri ljóð-
list Nær öll ljóðskáld, sem fram hafa komið í spænskumælandi löndum,
síðan bókin kom út, hafa orðið fyrir ríkum áhrifum af þessum og síðari
Ijóðum García Lorca, og áhrifa af ljóðlist hans gætir nú orðið langt út
fyrir hinn spænska heim.
García Lorca yrkir hér nær eingöngu undir andalúsískum dansa- og
þjóðkvæðaháttum. Hann hverfur af ásetningi til fundar við hina ónafn-
greindu söngvara Andalúsíu og notar hina einföldu hætti þeirra, en um-
steypir þá og fágar til fullkominnar listar. Hann sameinar hinar tvær
stefnur, sem „Kynslóðina frá 98“ greindi á um, og verður við það tví-
hamur.
Eins og nafn bókarinnar bendir til, eru þetta sagnadansar um líf
sígauna. Enginn skyldi þó nota þessa bók sem heimildarrit um raun-
verulegt líf sígauna í Andalúsíu. Sígaunarnir eru að vísu veruleikinn í
ljóðheimi skáldsins, en heimur sá er samt að mjög litlu leyti veruleika-
heimur. Hann er ævintýraheimur. García Lorca lýsir sígaununum eins
og hann hafði heyrt frá þeim sagt, þegar hann var barn, og prjónar síðan
aftan við eða vefur inn í. Sígaunar hans eru eins og persónur í ævintýra-
leik, skapaðar að skáldsins vild og oft að meira eða minna leyti í þess
mynd, innblásnar anda þess og tilfinningum, boðberar skoðana þess. Og
„Romancero Gitano“ er miklu meira: Hún er sál Andalúsíu forn og ný
séð í skuggsjá mikils skálds, tjáð í ljóði, tónum, dansi og leik.
Þegar García Lorca hafði lokið við þessa bók, varð hann um skeið