Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 55
UM GARCÍA LORCA
45
hann finnur ekki leið að hjarta fólksins. í sárum söknuði verður honum
hugsað til stórskáldsins Walt Whitmans, sem „elskaði manninn í grófa
kuflinum“ og meðal „fjalla af kolum, auglýsingum og járnbrautum
dreymdi um að vera fljót og sofa eins og fljót.“ García Lorca yrkir til
skáldbróður síns eitt af sínum beztu kvæðum: „Óður til Walt Whit-
mans“ (Oda a Walt Whitman).
Vetrarmánuðina 1929—1930 var García Lorca innritaður við Colum-
bia-háskóla, en alls dvaldist hann í Bandaríkjunum rúmlega eitt ár. Á
þessu ári orti hann allmikinn flokk ljóða, sem gefinn var út að honum
látnum undir nafninu „Skáld í New York“ (Poeta en Nueva York“ —
Mexikó 1940).
TR Kúbu
í New York“,
Vorið 1930 fór García Lorca burtu frá Bandaríkjun-
um — flýði þau. Næstsíðasti kaflinn í bókinni, „Skáld
nefnist „Flóttinn frá New York — tveir valsar gegn sið-
menningunni“.
Áður en hann hélt heim, fór hann til Kúbu. Hafði honum verið boðið
þangað í stutta heimsókn, og var svo til ætlazt, að hann flytti þar þrjú
erindi um spænskar bókmenntir. En honum dvaldist á eynni í tvo mán-
uði, og erindin urðu yfir 20.
García Lorca hreifst af hinum frjálsmannlegu íbúum Kúbu og þjóð-
menningu þeirra. Honum fannst hann kominn heim. Hér kynntist hann
allt öðru vísi negrum en hinum dapureygðu íbúum Harlem. Hér voru
negrarnir kumpánlegir í viðmóti og lausir við þá minnimáttarkennd,
sem kynþáttahleypidómar höfðu rótfest í brjósti hins svarta minnihluta
í Bandaríkjunum. Síðasti hluti ljóðabálksins, sem fyrr var á minnzt,
nefnist: „Skáldið kemur til Havanna“. Hverfur hann þar til fundar við
negrana á Kúbu og notar hrynjandina í söngvum þeirra.
í Bandaríkjunum hafði hið neikvæða orkað mest á hug hans, en hið
jákvæða í lífi og menningu fólksins á Kúbu. En hvort tveggja varð hon-
um ómetanlegur ávinningur. Hann kom heim úr Vínlandsförinni síðla
árs 1930 spænskari en nokkru sinni fyrr, en nýr maður í fullu fjöri,
reiðubúinn til nýrra átaka. Hugur hans stóð nú allur til leikritunar.
, , Á árunum 1927—1930 samdi García Lorca þrjú leik-
Expressjonistisk ,, .
rit, sem að vonum haia lent í skugganum af þeim stor-
brotnu meistaraverkum, sem hann síðar gerði, en eru
eigi að síður mikil listaverk og allrar athygli verð. Oll þessi leikrit eru