Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 59
UM GARCÍA LORCA 49 Tónsmíðir „Cante jondo-ljóð" hvort hann ætti heldur að leggja rækt við súrrealistísk leikrit eða alþýðu- leikrit, megum við vera hamingjunni þakklát fyrir, að hann valdi alþýðu- leikritin. Býst ég við, að flestir séu honum sammála. Haustið 1930 hélt García Lorca aftur til Madrid. Skömmu síðar lék hann á plötur nokkur vinsæl þjóð- lög, sem hann hafði sjálfur safnað, og eins lög, sem hann hafði samið fyrir vin sinn, spænska dansarann La Argentinita. Munu þessi lög vera hið eina, sem varðveitzt hefur af tónsmíðum García Lorca. En hann samdi fjölmörg fleiri, bæði við dansa í sínum eigin leikritum og annarra eldri höfunda. Árið 1931 kom út ný Ijóðabók eftir García Lorca, og nefndist hún „Cante jondo-ljóð“ (Poema del cante jondo). Ljóðin voru þó ekki ný, heldur eftirlegukind- ur frá árunum 1921—22, en hann hafði margendurskoðað þau, umsam- ið og bætt á þeim áratugi, sem síðan var liðinn. En þau bera þess merki, að þau eru ort, meðan hann var „syngjandi skáld“. Þau eru bæði að háttum og efni kjörin sem sönglagatextar, en njóta sín ekki til fullnustu við lestur. Nafnið er dregið af sígaunasöngvunum, sem áður er frá sagt. Lýðveldi stofnað ^etta sama ar var konungsveldi afnumið á Spáni og lýðveldi stofnað. Spænska þjóðin fylltist eldmóði. Nú átti að bæta fyrir aldagamlar vanrækslusyndir. Verklegar framkvæmdir skyldu haldast í hendur við efling andlegrar menningar, unz Spánn stæði öðrum löndum á sporði — og meira þó: Allt átti að verða til fyrirmynd- ar: tækni, menntun, frelsi, lýðræði. Við þekkjum, íslendingar, þessa sælu tilfinningu af nálægri reynslu. Eins og nærri má geta, vildi García Lorca ekki láta sitt eftir liggja í nýsköpuninni miklu. Hann lagði til við ríkisstjórnina, að stofnaður yrði farandleikflokkur, er færi um land- ið og léki sígild spænsk leikrit fyrir bændur, verkamenn og aðra alþýðu úti á landsbyggðinni. Vinur hans, Fernando de los Ríos, sem þá var orð- inn menntamálaráðherra, féllst þegar á tillöguna, ríkisstyrkur var veittur til framkvæmda, og árið 1932 tók leikhópurinn til starfa. Leikarar voru flestir úr hópi stúdenta, en stjórnendur voru García Lorca og Eduardo Ugarte. Leikflokkur þessi hlaut nafnið La Barraca. García Lorca gekk að starfi með eldlegum áhuga. Hann var leiðbein- andi, gerði leiksvið og -tjöld, valdi búninga, samdi eða valdi tónlist, rit- Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1954 4 La Barraca
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.