Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 64
54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hægrimenn hófu árásir gegn höfundinum. García Lorca féll þetta illa.
Vinur hans hefur eftir honum: „Ég er enginn kjáni. Ég sé, að það er
verið að draga Rositu mína inn í pólitíkina. Og ég vil ekki hafa það!“
„Spunakonan Rosita“ var síðasta leikrit García Lorca, sem leikið var
að honum lifandi.
Árið 1936 kom út lítið ljóðakver, sem nefndist „Fyrri söngvar“ (Pri-
meras canciones). Það voru aðeins 10 smáljóð, öll ort á árinu 1922. Þau
eru með sömu einkennum og ljóðin í bókinni ,.Söngvar“, sem áður er á
rninnzt.
Sarna ár kom út eftir hann annað smákver, og hét það „Sex IjóS frá
Galisíu“ (Seis poemas galegos). LjóS þessi voru ort á mállýzku galisíu-
búa. Hafði García Lorca í hyggju að yrkja ljóð á fleiri mállýzkum, en
honum entist ekki aldur til þess. „Sex Ijóð frá Galisíu“ var síðasta bókin,
sem út kom eftir García Lorca, meðan hann lifði.
„Listamannaþing“ (Conferencias) mætti nefna bók, sem hann hafði
fullbúna til prentunar, þegar hann lézt. ÞaS voru ritgerðir og fyrirlestrar
frá ýmsum tímum um bókmenntir og listir. Er bók þessi prentuð í heild-
arútgáfunni af verkum hans (Obras completas, Buenos Aires 1938).
Þá skyldi hann eftir sig Sagnakver (Libro pequeno de cuentos). „Ur
handraðanurn“ (Libro de la diferencias) mætti nefna ýmsan samtíning
í lausu máli, sem hann lét einnig eftir sig og prentaður er í VII. bindi
heildarútgáfunnar.
Sumarið 1936 byrjaði hann á fjórða alþýðuleikriti sínu, og nefndist
það „Draumar Arelíu frœnku“ (Los suefios de mi prima Aurelia). Hann
lauk aðeins fyrsta þætti þess. ASalpersónan í þessu leikriti er García
Lorca sjálfur, þegar hann var barn. Við munum eftir honum sem litlum
sveitarklerki í bernskuleikunum heima í sveitinni. Við höfum séð, hvern-
ig hann sem þroskað skáld reynir að spenna allan geiminn, bera sólina
inn í heim listarinnar, láta stjörnurnar blika á himni hennar, og mánan-
um hregður hann í stafkarlsgervi. I „Blóðbrullaupi“ er dauðinn einn af
leikendunum, en oftast grunar mann nærveru hans eins og váboða. Og
lífið í allri sinni fjölbreytni — það eru leikrit þessa spænska meistara.
Hann hefur í leikritum sínum sýnt okkur heimsdramað. Og nú er hann
aftur konrinn heim úr flugi um allan himingeiminn með viðkomu á öllum
hnöttum. Hann situr aftur við arininn og hlustar á sögur og söngva
Dolores gömlu. Það er eins og hann ætli í þessu leikriti að tengja saman