Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 67
NAZIM HIKMET: Þrjú ljóð Nazim Hikmet er fæddur í Saloníku árið 1901. Faðir hans skipaði háa stöðu í utanríkisþjónustunni og var kunnur listmálari. Hikmet gekk í skóla sjóliðsforingja og orti þá sín fyrstu uppreistarljóð gegn hrottalegum aganum, sem þar var beitt. Þegar þjóðfrelsisbarátta tyrkneskrar alþýðu gegn erlendri ásælni (Breta, Frakka og ítala) og oki Ottomananna hófst í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri undir for- ystu Mustafa Kemals Ataturks (1919—22), þá tók hann í fyrstu þátt í henni. En októberbyltingin rússneska og samtíma þróun mála austur þar varð þess valdandi, að hann réð af að leita þangað reynslu og þekkingar og hélt til Moskvu árið 1920 og las stjórnmálahagfræði og félagsfræði af kappi næstu átta árin. Köllun sína fann hann þó í skáldskap; og af nánum kynnum, sem tókust með honum og skáldbróður hans Majakovský, sannfærðist hann um nauðsyn nýrra tján- ingarforma í Ijóðlist. Kvæði, sem birtust eftir hann í tyrkneskum tímaritum um þær mundir, skipuðu honum þegar fremst í flokk framsæknustu og vinsælustu skálda Tyrklands. Jafnvel stjórnarvöldin veittu ljóðum hans athygli og viðurkenningu á sinn hátt: Þau létu dæma hann fjarstaddan til fimmtán ára þrælkunarvinnu. Handtaka beið hans, er heim kom (1928), og lengri og skemmri fangavist hin næstu ár; hvað eftir annað var hann dreginn fyrir lög og dóm og borinn fjarstæðustu sökum. Sýkna hans var þó jafnan sönnuð fyrir borgaralegum dómstólum, og naut hann þar að verjanda síns og vinar, Irfan Emins, hins skarpasta og ótrauðasta málfærslumanns. En hvort heldur frjáls eða í haldi, var Hikmet sístarfandi. Ljóð, smásögur, leik- rit og flugrit bárust án afláts frá hendi hans, hann rak prentsmiðjur, gaf út tímarit og háði ritdeilur um stjómmál og menningarmál. Ung skáld flykktust undir merki hans, og ljóð hans voru á hvers manns vörum, jafnvel þeirra mörgu, sem ólæsir voru á bók. Og árið 1936 létu tyrknesk stjórnarvöld skríða til skarar. Þegar sakleysi Hikmets af tilfundinni ákæru varð augljóst enn einu sinni við hneykslanleg réttarhöld fyrir opinberum dómstóli í Istambúl, þá var honum stefnt fyrir herrétt og haft að sakar- efni, að bækur hans, sem raunar voru á hverju safni í Tyrklandi, liefðu fundizt f fór- um nemenda við sjóliðsforingjaskólann. Til að þagga niður harðvítug mótmæli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.