Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 81
VOLAÐS VERA 71 nefnilega listamaður. Stundum segir hann það upphátt við sjálfan sig til þess að muna það betur. Hann er listmálari af guðs náð, veit hann vel. Allt leggur hann á sig fyrir listina, köllun sína; allt þetta, hungur, einveru, kulda, skilningsskort annarra, og kæruleysi þeirra sem hann er upp á kominn. Er hægt að krefjast nokkurs umfram það? Æðið er runnið af honum. Orlítið hefur honum hlýnað við þetta snögga viðbragð; og hann er ekki svangur. Hann rís á fætur og horfir út um gluggann. Það er stormur úti. Og myrkur. En ekki er setzt að með hríð. Ekki ennþá.... 4. En hvers vegna er hann að hugsa um hvort setjist að með hríð? Eins og honum megi ekki vera öldungis sama þótt fenni! Nei. Það er honum ekki. Hann tekur viðbragð, keyrir loðhúfu á skallann, spennir hana undir hökuna, skelfur og tvístígur, nýr hendurnar í gríð og erg til þess að verða fær um að hneppa að sér yfirhöfninni; skreiðist svo út úr húsinu. Hann veit af einþumluðum vettling á bita yfir skellihurðinni. Og hann þreifar eftir honum í leiðinni og dregur hann á vinstri hönd- ina. Þá hægri setur hann í vasann. Þannig útbúinn leggur hann af stað út í vetrarnóttina. Allur óróleiki er horfinn úr fasi hans. Hann hvessir brún. Nú er það seiglan. (Seiglan á að duga honum. Og ef hún dugar ekki — þá það. Þá finnst hann bara dauður milli bæja, fyrr eða síðar; því að einhvern tíma hlýtur að reka að því, að menn fari að grennslast eftir líðan einbúans undir Stormsveip. Þá hefur hann dáið fyrir listina. látið lífið fyrir köllunina; og ekki er það svosem ljótt afspurnar. Þá segja þeir kannske fyrir sunnan: Hann var nú meiri listamaður en al- mennt var talið. Eða: Hann var óneitanlega snillingur, fórnfús og ötull í leit sinni; og sjálfstæður). Nú blæs af norðaustri beint í fang mannsins. En það er ekki ofanhríð, heldur skefur framan í hann og blindar hann. Einhversstaðar fyrir ofan snjóskýin er tungl á ferðinni. Skýin þeysa í fylkingum. Það eru bleikir hestar. Og þeir nálgast. Þeir fara nær og nær jörðu. Það er slíkur hraði sem hann hefur verið að reyna að túlka i myndum sínum. Nú fær hann þetta í fangið. Þessi slétta milli bæjanna, og fjöllin handan við, og himinninn, og svo allt hitt, sem listamaðurinn eykur við úr heimi hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.