Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 82
72 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR óhlutkennda: þetta hefur verið fyrirmynd hans síðan hann kom. Svo segja þeir í Reykjavík, að hann sé fornfálegur, kunnáttulaus, hugmynda- snauður, þröngsýnn, af því hann málar landslag en ekki tigla og hringi. Einnig landslagsmálarar, gamalgrónir snillingar og tómstundafúskarar kasta hnútum í hann, eða það sem verra er: þeir eru hættir því; þeir þegja. (En ef hann yrði úti milli bæja; væri þá ekki nokkurnveginn öruggt, að minning hans sveipaðist þeim Ijóma, sem ekkert myndi skyggja á? Hefði hann þá ekki fórnað því síðasta?) Það er djúpur snjór; og ofan á er þunnur glerungur, nægilega þunn- ur til þess, að maðurinn dettur niður úr honum við hvert fótmál og sekkur djúpt niður í mjúka fönnina. Það er líkt og fótum hans sé hald- ið niðri í hverju spori. Þannig á hann tveggja klukkustunda göngu fyrir höndum; kannske lengri, ef hann skyldi nú taka upp á því að villast. Hann hefur ekkert leiðarljós. Hér sést hvergi til bæja. Hann er ákveð- inn í því að seiglast, og fer sér hægt. Ætla mætti, að honum hlýni við gönguna. En það er síður en svo. Hann fer sér ofur rólega og nemur staðar, þegar hann tosar burunni upp í háls. Og sléttan gleypir hann, hlær við honum með skara mánableikra himinfáka, sem koma æðandi á móti honum. Hann stanzar þegar fyrsta hryðjan skellur á hann; lokar augunum, grettir sig, bölvar, heldur áfram. Heldur áfram, hægt; áfram. Þeir ættu að sjá hann núna. Allt þetta leggur hann á sig fyrir listina. Hvenær hefur listmálari lagt annað eins á sig? Hver á betur skilda viðurkenningu og góð vinnuskilyrði? Hann seiglast. Hann er orðinn svo vanur að seiglast. Og áfram mjakast hann; mjakast áfram, veit, að það er gljúfur á leiðinni, ef stefnan er tekin um of til fjalls. Betra að fara hægt en falla í gljúfur. Hinsvegar er áin frosin og held; því má hann treysta. En kuldinn víkur ekki úr limum hans, hvað sem hann gengur. Hann lýist og verður mæðinn. Hvorki vettlingur né frakkavasi geta sigrazt á því frosti og þeim stormi, sem berjast gegn næmum listamannshöndum; og dofnum fótunum veita leðurstígvél enga hlýju. Það fer snjór niður í þau, og inn úr sokkunum sem hann girti utan yfir brækurnar. Allt verður svo tilgangslaust og þýðingarlítið, þegar barizt er við hersveit. — En þetta er hans stríð; hann er minnugur þess við hvert fótmál. (Bara hann gæti nú verið viss um, að einhver hefði ástæðu til að þakka honum af alhug alla þessa fórn. Þá skyldi hann glað- ur færa hundruð slíkra fórna. Hann skyldi glaður fá kal í hvern lim,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.