Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 83
VOLAÐS VERA
73
verki í hverja taug, líða hverskyns þjáningu og eymd; aðeins ef einhver
sigur vœri vís. Þá væri nú sælt að mega deyja ...)
5.
I þessum hugleiðingum er hann, þegar hann kemst að raun um, að
hann er skammt undan Illugagili. Hann hefur ratað á bæinn, þrátt fyrir
myrkur, storm og kulda. Og ekkert verður úr því, að hann bíði hetju-
legan dauða úti á auðninni í þetta skipti. Hann grettir sig í veðrið og
pírir augun í átt að ljósi því, sem blaktir við gluggakríli eldhúss. Lista-
maðurinn er kominn til byggða.
Honum er í minni, þegar hann kom hér í fyrsta skipti: Það eru ekki
nema nokkrar vikur síðan; og þá var enginn snjór. Hann hafði dvalizt
tæpan sólarhring í Stormsveipsstaðabæ og fundið músahreiður í búr-
inu. Þar lá sundurétinn pestarskrokkur af rollu. Listamaðurinn sá sér
ekki annað fært en reyna að fá kött sér til hjálpar. Og þá var það, að
hann lagði upp í fyrstu göngu sína milli þessara afskekktu bæja, í þeirri
vissu að hann hlyti að komast leiðina á nokkrum mínútum. En að rúm-
um klukkutíma liðnum var hann staddur á hlaði Illugagils og hitti þar
konu bóndans. Hún var að taka upp rófur. Hann gekk til hennar, heils-
aði með því að bera langan handlegg upp að húfuskyggninu, kynnti sig
ekki, en nam staðar og hvessti svört augu undan loðnum brúnum á
einfeldnislega sveitakonuna; mælti síðan djúpum hrjúfum rómi: Ekki
vænti ég, kona góð, að þér getið selt mér zebrahest?
Hann fær ekki varizt brosi er hann minnist þess, hverskonar svipur
kom á gömlu konuna við þessa spurningu og látbragð hans allt. Hann
hafði ekki getað fengið sig til þess að biðja einfaldlega um — kött;
sízt að Iáni. Það varð að segja eitthvað annað. eitthvað, bara ekki að
hefja máls á því að sníkja kattarkvikindi. Slíkt var tæplega hæft lista-
manni á ókunnum bæ. Konan strauk um mjaðmirnar og hváði. Þá tók
hann þann kost að sitja á strák sínum, og bað um köttinn.
Nú ber hann að garði aftur, og í þeim erindum að biðjast gistingar,
þjáður og kaldur, örþreyttur af göngunni, árevnslu á þann vesæla lík-
ama sem aldrei hefur mikið þolað og sízt átt góða daga að undanförnu.
Það er í rauninni annar maður sem kemur hér nú.
Bóndi er lasinn, og gömlu hjónin halda kyrru fyrir í eldhúsi sínu,