Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 83
VOLAÐS VERA 73 verki í hverja taug, líða hverskyns þjáningu og eymd; aðeins ef einhver sigur vœri vís. Þá væri nú sælt að mega deyja ...) 5. I þessum hugleiðingum er hann, þegar hann kemst að raun um, að hann er skammt undan Illugagili. Hann hefur ratað á bæinn, þrátt fyrir myrkur, storm og kulda. Og ekkert verður úr því, að hann bíði hetju- legan dauða úti á auðninni í þetta skipti. Hann grettir sig í veðrið og pírir augun í átt að ljósi því, sem blaktir við gluggakríli eldhúss. Lista- maðurinn er kominn til byggða. Honum er í minni, þegar hann kom hér í fyrsta skipti: Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan; og þá var enginn snjór. Hann hafði dvalizt tæpan sólarhring í Stormsveipsstaðabæ og fundið músahreiður í búr- inu. Þar lá sundurétinn pestarskrokkur af rollu. Listamaðurinn sá sér ekki annað fært en reyna að fá kött sér til hjálpar. Og þá var það, að hann lagði upp í fyrstu göngu sína milli þessara afskekktu bæja, í þeirri vissu að hann hlyti að komast leiðina á nokkrum mínútum. En að rúm- um klukkutíma liðnum var hann staddur á hlaði Illugagils og hitti þar konu bóndans. Hún var að taka upp rófur. Hann gekk til hennar, heils- aði með því að bera langan handlegg upp að húfuskyggninu, kynnti sig ekki, en nam staðar og hvessti svört augu undan loðnum brúnum á einfeldnislega sveitakonuna; mælti síðan djúpum hrjúfum rómi: Ekki vænti ég, kona góð, að þér getið selt mér zebrahest? Hann fær ekki varizt brosi er hann minnist þess, hverskonar svipur kom á gömlu konuna við þessa spurningu og látbragð hans allt. Hann hafði ekki getað fengið sig til þess að biðja einfaldlega um — kött; sízt að Iáni. Það varð að segja eitthvað annað. eitthvað, bara ekki að hefja máls á því að sníkja kattarkvikindi. Slíkt var tæplega hæft lista- manni á ókunnum bæ. Konan strauk um mjaðmirnar og hváði. Þá tók hann þann kost að sitja á strák sínum, og bað um köttinn. Nú ber hann að garði aftur, og í þeim erindum að biðjast gistingar, þjáður og kaldur, örþreyttur af göngunni, árevnslu á þann vesæla lík- ama sem aldrei hefur mikið þolað og sízt átt góða daga að undanförnu. Það er í rauninni annar maður sem kemur hér nú. Bóndi er lasinn, og gömlu hjónin halda kyrru fyrir í eldhúsi sínu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.