Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 103
TRJÁLAUST LAND
93
urinn gleypir hann. Þegar hann er búinn að koma sér fyrir í hinum
rúmgóða búk -— án þess að verða smeykur eða ákalla guð í hæstum
hæðum sér til verndar — fer hann að reyna að finna ráð til að hag-
nýta sér þetta ódámlega ástand, treystandi sjálfumglaður á bóndavit
sitt og braskarahæfileika. Og honum auðnast það. Löngu seinna rekur
hvalinn dauðan upp í fjöru, og fiskimennirnir sem finna hann heyra
að þeir eru ávarpaðir innan úr búki hans á fláustu józku. Þeir skera
gat á hvalinn og finna þar hinn glataða sem er fljótur að koma sér í
efni með því að selja á uppboði miklar birgðir af smáfiski sem hann
á undanförnum mánuðum hefur veitt, flatt og þurrkað með því að
hengja hann upp í rjáfrið á hinum risavaxna hvalskrokk, en skepnan
sjálf hefur drepizt úr hungri.
Þann veraldarsjónleik, sem liggur falinn í eðlisháttum náttúrunnar
og stendur að baki Jónasar-táknsins í gamla testamentinu, setur hið
staðgóða nasavit sjálfsbjargarviðleitninnar — sem á öðrum stað virð-
ist birtast í sjálfri landslagsmyndinni — hér á réttan stað í heimsmvnd,
hverrar meginefni er sótt í skýrslur um frjóvgun akra og kvikfénaðar.
Hinn óljósi grunur, sem útsýnin af Þríhólum vakti hjá manni um upp-
lausn þunga jarðarinnar í ljósið, er orðinn að prýðilegri ljóðrænni
draumsýn og maður flýtir sér gegnum lyngvafninga og grágula sand-
flekki til krárinnar til að fylla sinn tóma kvið feitum þungum mat og
ísköldum hitandi brennivínsstaupum, og ljúfsárar raunir hjartans
krydda ennfremur matinn.
*
Smátt og smátt byrja heilabrotin aftur þar sem maður situr þægi-
lega, orðinn mettur af mat og mótt af brennivíni. Manni finnst hálf-
vegis að maður eigi ekki að vera einn saman í svona ásigkomulagi, og
hálfsljó og sjóndöpur hugsunin fer að fálma hikandi eftir fótfestu og
rekst þá á aðra einmana hugsun:
Fyrir um það bil tíu árum kom ókunnur ferðalangur frá Norður-
Þjóðu eða Vendilsýslu til Þjóðuskagans, trjálausa landsins vestur-
norðvestan við Limafjörðinn gegnt leirgulum brekkum Toftumfjall-
anna. Það sem hann hafði meðferðis var stórt um sig en innihaldslítið:
A ryðgaðri barnavagnsgrind ók hann fataskáp, og skápurinn var tóm-
ur. Þessi skóglausa sveit hlýtur að hafa hrifið ferðalanginn, því hann