Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 103
TRJÁLAUST LAND 93 urinn gleypir hann. Þegar hann er búinn að koma sér fyrir í hinum rúmgóða búk -— án þess að verða smeykur eða ákalla guð í hæstum hæðum sér til verndar — fer hann að reyna að finna ráð til að hag- nýta sér þetta ódámlega ástand, treystandi sjálfumglaður á bóndavit sitt og braskarahæfileika. Og honum auðnast það. Löngu seinna rekur hvalinn dauðan upp í fjöru, og fiskimennirnir sem finna hann heyra að þeir eru ávarpaðir innan úr búki hans á fláustu józku. Þeir skera gat á hvalinn og finna þar hinn glataða sem er fljótur að koma sér í efni með því að selja á uppboði miklar birgðir af smáfiski sem hann á undanförnum mánuðum hefur veitt, flatt og þurrkað með því að hengja hann upp í rjáfrið á hinum risavaxna hvalskrokk, en skepnan sjálf hefur drepizt úr hungri. Þann veraldarsjónleik, sem liggur falinn í eðlisháttum náttúrunnar og stendur að baki Jónasar-táknsins í gamla testamentinu, setur hið staðgóða nasavit sjálfsbjargarviðleitninnar — sem á öðrum stað virð- ist birtast í sjálfri landslagsmyndinni — hér á réttan stað í heimsmvnd, hverrar meginefni er sótt í skýrslur um frjóvgun akra og kvikfénaðar. Hinn óljósi grunur, sem útsýnin af Þríhólum vakti hjá manni um upp- lausn þunga jarðarinnar í ljósið, er orðinn að prýðilegri ljóðrænni draumsýn og maður flýtir sér gegnum lyngvafninga og grágula sand- flekki til krárinnar til að fylla sinn tóma kvið feitum þungum mat og ísköldum hitandi brennivínsstaupum, og ljúfsárar raunir hjartans krydda ennfremur matinn. * Smátt og smátt byrja heilabrotin aftur þar sem maður situr þægi- lega, orðinn mettur af mat og mótt af brennivíni. Manni finnst hálf- vegis að maður eigi ekki að vera einn saman í svona ásigkomulagi, og hálfsljó og sjóndöpur hugsunin fer að fálma hikandi eftir fótfestu og rekst þá á aðra einmana hugsun: Fyrir um það bil tíu árum kom ókunnur ferðalangur frá Norður- Þjóðu eða Vendilsýslu til Þjóðuskagans, trjálausa landsins vestur- norðvestan við Limafjörðinn gegnt leirgulum brekkum Toftumfjall- anna. Það sem hann hafði meðferðis var stórt um sig en innihaldslítið: A ryðgaðri barnavagnsgrind ók hann fataskáp, og skápurinn var tóm- ur. Þessi skóglausa sveit hlýtur að hafa hrifið ferðalanginn, því hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.