Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Síða 108
98 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þegar innileikann í danskri lund þrýtur og hæfileiki hennar til hóg- værðar verður að vesaldómi, þá loðir við okkur óumræðileg kvikinzka. (Með hógværð er hér átt við sérstaka mannkosti, ekki sérstakt form af guðstrú sem annars er ekki sjaldgæf hjá Dönum.) Hið skapandi veslast upp og skrælnar. Eftir verða hugleiðingar, hinn eilíflega óákveðni eftir- þanki blindaður af óvissu hrifmettu þunglyndi. Eftir verður, líkt og dreggjar, óskin um hið smáa, daður við hið lága, eins konar viðloð- andi samþykki og samskilningur og viðsigkunna í hinu smávægilega, þetta sem menn kölluðu með hrærðum huga almúgalund, og á seinustu árum, með ekki minni hugarhræringum, hið þjóðlega, meðan þeir af dálæti hefja hið einfalda til staðar þar sem þess blíði sætleiki verður slepja. Og í allt þetta blandast ákveðið, en aldrei opinskátt látið, gambur yfir falli hins höfðinglega út úr heiminum. * Þegar skuggsýnt er orðið í stofunni er mér tilkynnt að miðdegis- verður sé tilbúinn í eldhúsi krárinnar. Magi minn er aftur orðinn inn- antómur, sulturinn segir til sín. En að þessu sinni ætla ég að vita hvað hann getur sagt mér um hitt og þetta. Ég þakka en kveðst ekki ætla að snæða miðdegisverð, bið um reikning minn og ákveð að fara héðan með fyrsta farartæki. Ég ætla suður, því ég hef staðið á októberdegi, gráum köldum morgni fyrir sólarupprás fyrir ofan biskupskirkjuna í Ribe. A hinum strenda spírulausa turni sem á sama tíma þénaði biskupnum og hermanninum, verndaði öryggið á jörðinni og í upphæðum, tákn aðstöðu sem menn þekkja ekki lengur, en gerði hærri kröfur og veitti meira öryggi en yfirvarpslíferni okkar nú á dögum, þó það sé í sýnd verndandi. Kirkjan er með of hörðum línum til þess að rúma aðeins þá guð- hræðslu sem þráir frið án þess að vilja berjast fyrir honum, og lands- lagið og bærinn innihalda enga vinsamlega fullyrðingu þeim mönnum til handa sem setjast hér að, en geta við nánari eftirgrennslan reynzt eiga meira öryggi en margir aðrir vingjarnlegri staðir. Hin stolta reisn í húsagerðinni og sjálfur staðurinn í þrengslum, líkt og væri hann víggirtur, en með miklu útsýni, vitna um innra ástand sem er næstum gleymt en getur þó snöggvast, eins og á þessum október-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.