Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 113
UMSAGNIR UM BÆKUR
103
numið, svo vel sem hann hefur farið af
ÓlajiiT Hansson.
SkrifaS i vindinn.
Ljóðabók ejtir Jón Oskar.
Útg. Heimskringla, Rvík.
Yfirlætislaus bók nútímans, miklu ein-
lægari en svo margt sem orðið er víð-
þekkt, bók sem á í togstreitu við sjálfa
sig hvort hún eigi að vera rímuð eða ó-
rímuð og er hvorttveggja. Það eru áhrif
bæði frá Steini og frönsku nútímaskáld-
unum sem einkenna hana og samt er hún
svo einstaklega persónuleg eins og allt
sem þessi höfundur lætur frá sér fara.
Það andar heit, sterk ættjarðarást frá
henni og þó fallegustu ljóðin hlýði brag-
arháttum sem eru ekki til í íslenzku þá
lúta þau sínu formi og lögmálum sem
búa yfir töfrum. Ljóðin eru meitluð, og
maður man þau. En þó er meira við
yngri og nýrri ljóðin en þau eldri. Það er
til dæmis óvanalegt að blær ljóða greyp-
ist strax eins meðvitandi inn í hugskot
og seinasta ljóðsins í bókinni:
Að þið fengjuð að lifa í friði,
sem minnir á Éluard, eða ljóðsins: Þá
rísa þeir upp:
Dag einn
þegar við héldum að við værum frjálsir
kemur skip
í nýjan kópavog
þar sem engin tár falla
af hvörmum
en hlæjandi hendur
skrifa undir kaupmála
um okkur og börn okkar
þegar við héldum að við værum frjálsir
þá rísa þeir upp á vatnsleysuströnd
Dag einn rísa þeir upp
þar sem áður
dundi á baki fátæks manns
svipan harða
Brunnastaðir Nýibær
þessi orð og fleiri
verða okkur í hug
ljóma okkur fyrir augum
á þessu hausti
á þessum sljóleikans vetri.
Ljóðin eru óbrotin að gerð og fram-
sögn, efnið jafnmikið atriði og formið,
samt er þetta lítil bók og vill ekki láta
neitt á sér bera, það væri ekki velgjörn-
ingur við skáldið að fjölyrða um hana.
Hún er algjör andstæða við hina frægu
vísu Roy Campbells um ungu skáidin,
sem ég kann bara á ensku, en nú á dög-
um er búizt við að allir kunni ensku og
vísan er svona:
You praise the firm restraint with
which they write.
I’m with you here of course.
They use the snaffle and the curb
all right.
But where is the bloody horse?
Hún er bæði nútímans og gamla tímans
en í nútímanum virðist skáldið hafa
fundið þá kveðandi og hrynjandi sem
bezt lætur honum. 1942 yrkir hann ljóð
um smáblóm á stríðstíma:
Heiðraða smáblóm, hratt fer þessi öld,
hervagnar þungir merja landsins gróður.
Ég ætla því að kyssa þig í kvöld,
kveðja þig síðast allra fár og hljóður.
Þó að í löndum heimsins hrynji flest,
hræðast skal eigi.nokkuð mun þó standa.
Heiðarjurt þögul, þú ert yngst og bezt.
Þér munu engir vargaherir granda.