Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 115
UMSAGNIR UM BÆKUR 105 Eggert Stejánsson: Lífið og ég. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Sælir eru latir. Sælar eru beygjur sem tefja fyrir bflum. í þeim dúr og þvíum- lík eru hin 10 boðorð Eggerts Stefáns- sonar, ef þau eru ekki orðin miklu fleiri, gegn hraða vorrar aldar. Áður en hrað- inn komst í algleyming var „Tjörnin miðdepill veraldarinnar. Stjörnurnar tindruðu, glitruðu og dönsuðu í djúpi hennar og voru lifandi ljósverur depl- andi og hlæjandi móti barnsaugunum, sem störðu niður í djúpið. — — Þama langt útí henni var hólminn þar sem huldukóngurinn bjó með drottningu sinni.“ „Hjartað er fullt, er að springa af hrifning. Vill útrás, finnur hana, syngur „Ég veit ekki af hverskonar völdum“ niður götuna í sendiferð fyrir mömmu. En hvað er þá þetta — hurðin opnast, inn kemur uniformeraður maður með staf í hendi. Við þekktum hann allir. Lögreglan sem var þjóðfélagið. „Heyrðu drengur minn, ég hef nú tekið eftir þér, þú ert með hávaða á götunum og óhljóð. Viltu gera svo vel að hætta því.“ Ilin fyrsta gagnrýni sem söngvarinn fékk. Síðan má lesa hvemig listin og hann eiga samleið og hvernig lífið leikur hann ýmist vel eða illa. í þessum útdrætti læt ég líða og bíða þar til hann kemur í íslendingabyggðir vestanhafs og séra Rögnvaldur Péturs- son segir: „Heyrðu Eggert ég hef feng- ið bréf frá skáldinu okkar Stephan G. og biður hann mig að spyrja þig, hvort þú viljir ekki koma við hjá sér og heim- sækja sig.“ Og svo kemur hann til skáldsins: „Á hlaðinu við lítinn sveitabæ stendur mað- ur í vinnufötum og háum stígvélum. Hann er lágvaxinn en fjörlegur í hreyf- ingum. Hann heilsar mér afar vingjarn- lega og býður mig velkominn. Ég tek eftir lifandi fjömgu augnaráði hans, sem er bæði karlmannlegt og milt og alltaf afar lifandi og eins og rannsak- andi. Hann hefur skínandi fagurt bros sem lýsir upp allt andlitið. — — ég tek eftir því að á meðan Stephan talar er ég alltaf í huganum að gera einhvern sam- anburð — ég fer að hugsa um Yasnaja Polyana eða Leo Tolstoy, mér finnst hér vera eitthvað samband.“ Söngvarinn kveður sönggyðjuna dag nokkurn að viðstöddu fjölmenni í Iðnó, og ríkir þar sú stemning sem hann kann að skapa í kringum sig hvort sem er á sviði eða í bók og tekur hann síðan til við skriftir, þar sem frá var horfið söng- gyðjunni. Enn er hann rödd íslands í bókum sínum, því ísland fylgir honum hvort heldur hann þráir ísland á ítalíu eða Ítalíu á íslandi, hann fer til Ítalíu aðeins til að sjá Island betur. Hvor er nú meiri söngvarinn eða skáldið? Persónan er alltaf sú sama hvort heldur hann syngur í Milanó, Ber- lín, París, Róm, rétt eins og það væri Ráðagerði, Bráðræði, Mýrarhús og Hlíð- arhús hér á nesinu, eða þá hann skrifar um þessa og hina staði og atvik. Bókina mætti telja syngjandi frásögn. Smá- munasemin hefur svo gjörsamlega sneytt hjá þessu skáldi og söngvara, að hann hefur sagt: Það er svo um íslenzkt mál að maður má ekki detta í tjörnina og segja hjálp, maður verður að segja að- stoð.“ Eitt ríki í veröldinni var nokkurnveg- inn hamingjusamt áður fyrr af því þar var engin stjóm þar til hvítir menn komu til sögunnar og settu á laggimar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.