Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 116
106
stjórn. Þar réði ríkjum söngvari og
skáld sem kallaður var Angakok. Við
eigum líka slíkan söngvara og skáld
sem segir að listamenn eigi að ráða, þá
verði þjóðfélagið betra en það er, þótt
enn sé engin reynsla fengin fyrir því og
ólíklegt sé að nokkur listamaður fáizt
til svo leiðinlegs starfa, en þá yrði það
áreiðanlega listavel gert.
Þó man ég alltaf bezt viðbrögð hans
vestur í Ameríku, þegar einn bandarísk-
ur þegn sem kunni á skautum og taldi
sig því til lista, ef ekki listamanna þá
listhlaupara, ætlaði að hefja „gáfuleg-
ar“ viðræður við vorn mikla söngvara
og skáld sem bar Island í hjarta sér
hvert sem hann fór, en listhlauparinn
komst svo óheppilega að orði, að fsland
væri nauðsynlegt sem „basi“ eða atóm-
stöð. Hann ræddi ekki við þann list-
hlaupara framar.
Hvort sem er í ræðu eða riti, á sviði
eða í lítilli kirkju í fjallabyggðum ís-
lands, er hann og verður söngvari ís-
lands. Dríja ViSar.
Helgi Háljdanarson:
Handan um höf.
Ljóðaþýðingar.
Útgef. Heimshríngla, Rvík.
Macnús Ásceirsson hefur gert ljóðum
þau skil í þýðingum að þau eru þekkt-
ari hér á landi en í heimalandi sínu og
vinsælli að auk. Hann yrkir þau að nýju.
Þegar Jónas Hallgrímsson sneri kvæði
eftir Heine á íslenzku varð úr því ennþá
fallegra ljóð: Stóð ég útí tunglsljósi.
Djurhuus hinn færeyski sneri kvöld-
1 jóði Goethes: Uber allen Gipfeln ist Ruh
og staðfærði um leið, því að í stað þess
að vera í skóginum erum við komin til
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Færeyja með tindum og blikanum á
sundi:
Yvir hvörjum tindi
er ró,
av nökrum vindi
valla ljóð
villist um völl.
Blikurin blundar á sundi.
Burtur í blundi
berast vit öll.
Hjá Helga Hálfdanarsyni erum við í
landi þar sem birkið vex og Ijóðið er
svona:
Tign er yfir tindum
og ró.
Angandi vindum
yfir skóg
andar svo hljótt.
Söngfugl í birkinu blundar.
Sjá, innan stundar
sefur þú rótt.
Fyrsta hendingin virðist líkari ljóði
Djurhuus en Goethes, þó hamlar stuðla-
setningin hér nákvæmninni, sem annars
er óbrigðul í ljóðum hans, til dæmis er
lipurð fyrstu ljóðlínu meiri í bæði þýzka
frumtextanum og svo í færeysku þýðing-
unni, Yvir hvörjum tindi er einfaldari
setning en Tign er yfir tindum.
Skáldgáfa Ilelga birtist vel í þýðing-
unum, og hann er fyrir löngu þekktur
fyrir orðsnilld sína. Bók hans var frá
upphafi tekið tveim höndum af Ijóðunn-
endum og seldist upp eftir örskamman
tíma. Þýðingarnar eru klassískar, lausar
frá nútímanum eða tímalausar, hinu tví-
þætta hlutverki þýðandanslistavel gegnt.
Ef gerðut er samanburður við frumljóð-
ið sést að einfaldleiki þess er oft meiri
en þýdda ljóðsins, en samt er nákvæm-
lega þýtt, allt að því vísindalega, og má
þar taka dæmi af handahófi: