Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 59
SKÁLDIÐ OG MAÐURINN
með lögum eSa ólögum og stofna ríki
jafnari hagsmuna, en eftir þaS munu
allir fagna nægri og hollri fæSu,
sæmilegum fötum, þriggja herbergja
íbúS meS rafmagni og baSherbergi,
hamingjusömum ástum og heilbrigSri
skoSun á lífinu.“ En sjálf lokaniSur-
staSa AlþýSubókarinnar felst í þess-
um orSum á síSustu blaSsíSu hennar:
„MaSurinn er fagnaSarboSskapur
hinnar nýju menníngar, maSurinn
sem hin fullkomnasta líffræSileg teg-
und, maSurinn sem félagsleg einíng,
maSurinn sem lífstákn og hugsjón, —
hinn eini sanni maSur, — ÞÚ.“
Þetta er hinn nýi grundvöllur, hin
nýja lífsskoSun Halldórs, sem síSari
skáldrit hans eru reist á, og frá þess-
um grundvelli hefur hann ekki hvikaS
síSan. En þótt nauSsynlegt sé aS hafa
þetta hugfast og þaS sé harla mikil-
vægt atriSi í meSferS Halldórs á sögu-
hetjum sínum, þá er meS því næsta
lítiS sagt um list hans, um þá sérstöku
töfra sem lyft hafa bókum hans upp í
þann sess er þær skipa nú, ekki aSeins
í vitund íslendinga, heldur miklu víS-
ar um heim.
Ég ætla mér ekki þá dul aS gera
þvílíku efni nokkur skil í þeim fáu
orSum sem hér verSa sögS. Til þess
þyrfti miklu lengra mál, en hér verSur
aSeins tæpt á fáeinum atriSum. Hinar
miklu skáldsögur Halldórs snúast
vissulega um manninn sjálfan, líf
hans og baráttu hér á jörSinni. Þær
gera þaS raunar svo eftirminnilega aS
þær eru fjölbreyttar eins og lífiS
sjálft, þær eru heill heimur, sem hver
lesandi getur tileinkaS sér á sinn hátt,
þær gefa misj öfn svör eftir því hvern-
ig er spurt. Vissulega má segja aS
Salka Valka sé saga um öreigafólk í
sjávarplássi, um baráttu þess fyrir
mannsæmandi lífi, um vaknandi skiln-
ing söguhetjunnar og annarra á eSIi
og tilgangi verklýSsbaráttu; aS Sjálf-
stætt fólk sé saga um íslenzka einyrkj-
ann, eSa jafnvel um einyrkjann yfir-
leitt, hvar sem er í heiminum; aS
bækurnar um Ljósvíkinginn séu saga
íslenzka alþýSuskáldsins og fræSi-
mannsins og um leiS saga skálds and-
spænis kúgunarvaldinu; aS íslands-
klukkan sé saga um örbirgS og áþján
íslenzks fólks á mestu niSurlægingar-
öld þess; aS AtómstöSin sé saga um
lífiS í Reykjavík í hrunadansi eftir-
stríSsáranna; aS Gerpla sé saga um
menn sem láta glepjast af fánýtri
hetjuhugsjón og trúnni á ofbeldiS.
Allt þetta má til sanns vegar færa; en
slíkar einkunnir ná ekki nema aS
ytra borSinu á skáldskap Halldórs
Kiljans.
Eitt megineinkenni á skáldsögum
Halldórs er sá fjöldi ógleymanlegra
persóna sem hann hefur skapaS, per-
sónur sem eru orSnar okkur kunnugri
og hugstæSari en obbinn af því fólki
sem viS höfum umgengizt á lífsleiS-
inni. Þessar persónur eru orSnar
klassískar á sama hátt og kunnustu
hetjur fslendingasagna, þær eru orSn-
169