Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar lifandi þáttur íslenzkrar þjóðar- erfðar, þær eru bein af okkar beinum og hold af okkar holdi, við finnum í þeim eitthvað af okkur sjálfum, óska- draumum okkar, minningum okkar góðum og illum. Ég þarf ekki að telja upp þessar persónur, þær eru ykkur öllum nógu kunnar. Og þær standa ekki einar sér eða í lausu lofti; þær eru hluti af hinu stríðandi mannlífi sem ólgar og hrærist í kringum þær; þær berjast sinni vonlausu eða von- litlu baráttu eins og mikill þorri mannkyns á þessum tímum hrörnandi þjóðskipulags. Þegar sögupersónur eru orðnar svo samgrónar vitund lesandans hættir honum að standa á sama um örlög þeirra; hann tekur þátt í þrengingum þeirra og þjáningum; barátta þeirra verður barátta hans. Með því að sam- pínast þeim opnast honum nýr skiln- ingur á afstöðu þeirra í þjóðfélaginu, viðhorfi þeirra til annarra manna, bæði þeirra sem eru undir sömu sök seldir svo og hinna sem beita þá kúg- un og ofbeldi. Og þá skiptir ekki máli hvort viðburðirnir gerast nú á dögum eða á elleftu öld, hvort leiksviðið er baðstofan á Rein eða stássstofan hjá Búa Árland. í því birtast töfrar höf- undar að fá lesandann til að samsam- ast persónum sínum á þennan hátt, sefja hann til þess mannlífs sem lýst er í listaverkinu, svo að hann skynji persónurnar og örlög þeirra sömu augum og höfundurinn sjálfur. Áhrifamáttur verksins fer eftir því hversu þetta tekst. Víst er að slik töfrabrögð geta aldrei gerzt nema þá snöggvast og í svip — eins og sjónhverfing — sé lýs- ing höfundar ekki sönn, það er að segja rökrétt og sálfræðilega sönn. Höfundurinn verður bæði að gjör- þekkja það fólk sem hann er að lýsa og rekja feril þess á þann hátt að heildarlögmál verksins raskist ekki. En til þess að þekkja fólkið verður engu síður að kunna full skil á um- hverfi þess og aðstæðum — því þjóð- félagi sem það hrærist í, þeim þróun- arlögmálum sem þetta þjóðfélag er undirorpið. Halldór Kiljan hefur sjálfur gefið okkur nokkra innsýn í það hvernig slíkur skilningur verður til, hvert gildi hann hefur fyrir skáld- verkið allt og áhrif þess á lesandann. í eftirmála að síðari útgáfunni á Sjálfstæðu fólki lýsir hann því hvern- ig hann hafði safnað efni í bókina bæði í ýmsum sveitum íslands og er- lendis og unnið að því árum saman fram á haustið 1932. Það haust fór hann til Ráðstjórnarríkjanna að kynnast stöðu bænda í þjóðfélagsskip- uninni þar á fyrstu árum samyrkju- hreyfingarinnar. Um þessi kynni seg- ir hann: „í raunveruleikaskoðun þeirra sovétmanna á málinu, þar sem aungvir ljóðrænir sérvitríngar kom- ust að til að villa um fyrir rannsókn- aranum, varð mér fljótt starsýnt á nokkra höfuðdráttu, en þar á meðal 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.