Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Side 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arnafns. En frá árinu 1909 gaf IWW út söngbók, sem kom í nýjum útgáf- um árlega eða oftar. í útgáfunni 1911 er annað söngljóðið sem kunnugt er um eftir Joe Hill, The preacher and the slave (presturinn og þrællinn), en það er beisk ádeila á prestana eins og þessar línur sýna: Try to tell you what is wrong and what is right; But when asked how ’bout something to eat They will answer with voices so sweet: You will eat, bye and bye, In that glorious land above the sky; (Way up high) Work and pray, live on hay, You’ll get pie in the sky when you die. (That is no lie). Ljóðið er ef til vill ekki meðal binna markverðari kvæða eftir Joe Hill og ég vitna aðeins í það vegna þess, að það var mjög vinsæll söngur í Svíþjóð á þriðja og fjórða aldartugnum og raunar fyrsti verklýðssöngurinn, sem ég heyrði í æsku. Það var ungur land- búnaðarverkamaður, sem söng hann heima í fæðingarsveit minni í Verma- landi. Ég býst ekki við að hann hafi þekkt uppruna hans, og ég sá hann aldrei á prenti né setti hann í samband við Joe Hill fyrr en mörgum árum síð- ar. Það gæti brugðið lj ósi yfir þá stað- hæfingu Stavis, að þjóðsagnapersón- an og hinn raunverulegi Joe Hill hafi að mestu farið hvor sinna ferða. Söngljóðið um Casey Jones varð svo vinsælt, að það var birt fyrst í söngbók IWW 1912, og síðan urðu söngvarnir til hver af öðrum svo þétt og svo markvíst tengdir þeirri at- burðarás, sem þá varð æ örlaga- þrungnari, að árið 1913 skipaði Joe Hill sæti sem fremsta skáld amerískr- ar verklýðshreyfingar. A fjórum mán- uðum birti blaðið Industrial Worker átta nýja söngva eftir hann. Áður en þeir komu út hafði hann sungið þá til reynslu á samkomum verklýðsfélaga og á útifundum, gengið úr skugga um áhrif þeirra og einstök vafaatriði, um- ort þá og sungið á nýjan leik, unz þeir fundu tilætlaðan hljómgrunn. Haustið 1913, segir Stavis, var varla nokkur verkamaður, verkakona eða barn af slíku foreldri, sem ekki þekkti söngva Joe Hills. Þegar dauðadómur hafði verið felldur yfir Joe Hill og hin víðtæka hreyfing til að bjarga honum hafði risið á skömmum tíma, birtist aðsend grein í Evening Telegram í Salt Lake City, þar sem svo er að orði komizt: „Það yrði álíka tjón og smán fyrir Utah að lífláta þennan mann eins og það hefði verið fyrir Skotland að líf- láta Robert Burns.“ Það voru kopar- kóngarnir í Utah sem ruddu Joe Hill úr vegi. Skáldið, söngvarinn og verk- lýðsleiðtoginn hafði verið hinn hættu- legasti þrándur í götu þeirra. Og til þess að hindra að réttarsamsæri þeirra yrði rannsakað eftir á, komu þeir öll- um málsskjölum fyrir í glatkistunni. 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.