Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1955, Blaðsíða 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arnafns. En frá árinu 1909 gaf IWW út söngbók, sem kom í nýjum útgáf- um árlega eða oftar. í útgáfunni 1911 er annað söngljóðið sem kunnugt er um eftir Joe Hill, The preacher and the slave (presturinn og þrællinn), en það er beisk ádeila á prestana eins og þessar línur sýna: Try to tell you what is wrong and what is right; But when asked how ’bout something to eat They will answer with voices so sweet: You will eat, bye and bye, In that glorious land above the sky; (Way up high) Work and pray, live on hay, You’ll get pie in the sky when you die. (That is no lie). Ljóðið er ef til vill ekki meðal binna markverðari kvæða eftir Joe Hill og ég vitna aðeins í það vegna þess, að það var mjög vinsæll söngur í Svíþjóð á þriðja og fjórða aldartugnum og raunar fyrsti verklýðssöngurinn, sem ég heyrði í æsku. Það var ungur land- búnaðarverkamaður, sem söng hann heima í fæðingarsveit minni í Verma- landi. Ég býst ekki við að hann hafi þekkt uppruna hans, og ég sá hann aldrei á prenti né setti hann í samband við Joe Hill fyrr en mörgum árum síð- ar. Það gæti brugðið lj ósi yfir þá stað- hæfingu Stavis, að þjóðsagnapersón- an og hinn raunverulegi Joe Hill hafi að mestu farið hvor sinna ferða. Söngljóðið um Casey Jones varð svo vinsælt, að það var birt fyrst í söngbók IWW 1912, og síðan urðu söngvarnir til hver af öðrum svo þétt og svo markvíst tengdir þeirri at- burðarás, sem þá varð æ örlaga- þrungnari, að árið 1913 skipaði Joe Hill sæti sem fremsta skáld amerískr- ar verklýðshreyfingar. A fjórum mán- uðum birti blaðið Industrial Worker átta nýja söngva eftir hann. Áður en þeir komu út hafði hann sungið þá til reynslu á samkomum verklýðsfélaga og á útifundum, gengið úr skugga um áhrif þeirra og einstök vafaatriði, um- ort þá og sungið á nýjan leik, unz þeir fundu tilætlaðan hljómgrunn. Haustið 1913, segir Stavis, var varla nokkur verkamaður, verkakona eða barn af slíku foreldri, sem ekki þekkti söngva Joe Hills. Þegar dauðadómur hafði verið felldur yfir Joe Hill og hin víðtæka hreyfing til að bjarga honum hafði risið á skömmum tíma, birtist aðsend grein í Evening Telegram í Salt Lake City, þar sem svo er að orði komizt: „Það yrði álíka tjón og smán fyrir Utah að lífláta þennan mann eins og það hefði verið fyrir Skotland að líf- láta Robert Burns.“ Það voru kopar- kóngarnir í Utah sem ruddu Joe Hill úr vegi. Skáldið, söngvarinn og verk- lýðsleiðtoginn hafði verið hinn hættu- legasti þrándur í götu þeirra. Og til þess að hindra að réttarsamsæri þeirra yrði rannsakað eftir á, komu þeir öll- um málsskjölum fyrir í glatkistunni. 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.