Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 13
MAGNÚS KJARTANSSON NÓBELSHÁTÍÐIN Tímarit Máls og menningar hefur beðið Magnús Kjartansson ritstjóra sem við- staddur var nóbelshátíðahöldin í Stokkhólmi 10. des. 1955 að segja lesendum tímaritsins frá þeim atburði, og fer frásögn hans hér á eftir. ritstj. VEÐUR er svalt og bjart í Stokk- hólmi 10. desember, nokkurra stiga frost og heldur kaldsamt á göt- um. Þó stendur fjöldi fólks á Hey- torginu við Kóngsgötu fyrir framan Hljómlistarhöllina þegar líður að nóni og horfir á nafntogað fólk ganga til hátíðar: nú á að afhenda nóbels- verðlaun ársins fyrir afrek í náttúru- vísindum og bókmenntum. Innan dyra hrannast prúðbúið fólk kringum fata- geymslurnar, og eru þar komnir for- ustumenn Svía í vísindum og listum, embættismenn, fulltrúar erlendra ríkja, blaðamenn; karlmenn allir kjólklæddir og margir með hin fjöl- skrúðugustu heiðursmerki, kvenfólk- ið í hugvitssamlegum tízkuklæðum, og kunnu sérfræðingar ýmislegt um þau að segja í dálkum Stokkhólms- blaðanna næstu daga á eftir. Og þarna eru nokkrir íslendingar í hópnum og finna fljótlega hverir aðra. Auk landa sem búsettir eru í Svíþjóð höfum við Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells gert okkur ferð að heiman. Frá Kaup- mannahöfn eru komin Sigurður Nor- dal sendiherra og Ólöf kona hans, Jón prófessor Helgason og Þórunn kona hans og Guðrún de Fontenay. Frá Bonn kemur Helgi Briem sendiherra, kona hans og ung dóttir; er Helgi sér- stakur fulltrúi íslenzku ríkisstjómar- innar, en menntamálaráðherra og forseti sameinaðs þings töldu sig ekki hafa ástæðu til að koma þótt nóbels- stofnunin hefði boðið þeim sérstak- lega. Eru þá ótalin heiðursgesturinn Halldór Kiljan Laxness, Auður kona hans og Halla Bergs sem var einkarit- ari Halldórs meðan á hátíðahöldunum stóð. Hljómlistarhöllin er mikið og veg- legt hús. byggt 1924—1926 og talið öndvegisverk þess áratugs í klassísk- um byggingarstíl. Stærri salurinn rúmar um 2000 manns á miklu gólfi og þrennum svölum, hann er stflhrein 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.