Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 13
MAGNÚS KJARTANSSON
NÓBELSHÁTÍÐIN
Tímarit Máls og menningar hefur beðið Magnús Kjartansson ritstjóra sem við-
staddur var nóbelshátíðahöldin í Stokkhólmi 10. des. 1955 að segja lesendum
tímaritsins frá þeim atburði, og fer frásögn hans hér á eftir. ritstj.
VEÐUR er svalt og bjart í Stokk-
hólmi 10. desember, nokkurra
stiga frost og heldur kaldsamt á göt-
um. Þó stendur fjöldi fólks á Hey-
torginu við Kóngsgötu fyrir framan
Hljómlistarhöllina þegar líður að
nóni og horfir á nafntogað fólk ganga
til hátíðar: nú á að afhenda nóbels-
verðlaun ársins fyrir afrek í náttúru-
vísindum og bókmenntum. Innan dyra
hrannast prúðbúið fólk kringum fata-
geymslurnar, og eru þar komnir for-
ustumenn Svía í vísindum og listum,
embættismenn, fulltrúar erlendra
ríkja, blaðamenn; karlmenn allir
kjólklæddir og margir með hin fjöl-
skrúðugustu heiðursmerki, kvenfólk-
ið í hugvitssamlegum tízkuklæðum,
og kunnu sérfræðingar ýmislegt um
þau að segja í dálkum Stokkhólms-
blaðanna næstu daga á eftir. Og þarna
eru nokkrir íslendingar í hópnum og
finna fljótlega hverir aðra. Auk landa
sem búsettir eru í Svíþjóð höfum við
Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells
gert okkur ferð að heiman. Frá Kaup-
mannahöfn eru komin Sigurður Nor-
dal sendiherra og Ólöf kona hans, Jón
prófessor Helgason og Þórunn kona
hans og Guðrún de Fontenay. Frá
Bonn kemur Helgi Briem sendiherra,
kona hans og ung dóttir; er Helgi sér-
stakur fulltrúi íslenzku ríkisstjómar-
innar, en menntamálaráðherra og
forseti sameinaðs þings töldu sig ekki
hafa ástæðu til að koma þótt nóbels-
stofnunin hefði boðið þeim sérstak-
lega. Eru þá ótalin heiðursgesturinn
Halldór Kiljan Laxness, Auður kona
hans og Halla Bergs sem var einkarit-
ari Halldórs meðan á hátíðahöldunum
stóð.
Hljómlistarhöllin er mikið og veg-
legt hús. byggt 1924—1926 og talið
öndvegisverk þess áratugs í klassísk-
um byggingarstíl. Stærri salurinn
rúmar um 2000 manns á miklu gólfi
og þrennum svölum, hann er stflhrein
3