Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 18
HALLDÓR KILJAN LAXNESS Ræða haldiii á Nóbelsliátíðinni í StokkhólmsráShúsi 10. desember 1955 Yðar hátignir; herrar mínir og frúr: Þann dag fyrir nokkrum vikum þegar þar var komið, að mér bauð í grun. að ákvörðun Sænsku akademíunnar, sú er fyrir höndum var, kynni að varða mig, var ég á ferðalagi í Suður-Svíþjóð. Þegar ég var orðinn einsainall í gisti- herbergi mínu um kvöldið, var því ekki nema eðlilegt, að hugur minn tefði við það hlutskifti sem kynni að bíða lítilmótlegs ferðalángs og skáldmennis, upp- runnins af ókunnu og afskektu eylandi, ef stofnun, sem hefur á valdi sínu að ljá andlegum verkum viðurkenníngu og frægð, skyldi nú kveðja til slíkan mann að rísa úr sæti og stíga fram í bjarmann af leiksviðslj ósum veraldarinnar. Það er eftilvill eigi undarlegt að fyrst af öllu hafi mér orðið og verði enn á þessari hátíðisstund hugsað til vina minna og ástvina, og alveg sérstaklega til þeirra, sem stóðu mér næst í æsku, manna sem nú eru horfnir sjónum. Og jafn- vel meðan þeir enn voru ofar moldu, þá nálguðust þeir að vera af kynflokki huldumanna að því leyti sem nöfn þeirra voru fáum kunn, og enn færri muna þau nú. Þó hafa þeir með návist sinni í lífi mínu lagt undirstöðuna að hugsun minni. Ég hugsaði einmitt til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóð- djúpsins sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar. Og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa. Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða, sem hún inn- rætti mér barni: að gera aungri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu öndvegi í huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér; að gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.