Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 18
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
Ræða haldiii á Nóbelsliátíðinni
í StokkhólmsráShúsi 10. desember 1955
Yðar hátignir; herrar mínir og frúr:
Þann dag fyrir nokkrum vikum þegar þar var komið, að mér bauð í grun.
að ákvörðun Sænsku akademíunnar, sú er fyrir höndum var, kynni að varða
mig, var ég á ferðalagi í Suður-Svíþjóð. Þegar ég var orðinn einsainall í gisti-
herbergi mínu um kvöldið, var því ekki nema eðlilegt, að hugur minn tefði við
það hlutskifti sem kynni að bíða lítilmótlegs ferðalángs og skáldmennis, upp-
runnins af ókunnu og afskektu eylandi, ef stofnun, sem hefur á valdi sínu að ljá
andlegum verkum viðurkenníngu og frægð, skyldi nú kveðja til slíkan mann
að rísa úr sæti og stíga fram í bjarmann af leiksviðslj ósum veraldarinnar.
Það er eftilvill eigi undarlegt að fyrst af öllu hafi mér orðið og verði enn á
þessari hátíðisstund hugsað til vina minna og ástvina, og alveg sérstaklega til
þeirra, sem stóðu mér næst í æsku, manna sem nú eru horfnir sjónum. Og jafn-
vel meðan þeir enn voru ofar moldu, þá nálguðust þeir að vera af kynflokki
huldumanna að því leyti sem nöfn þeirra voru fáum kunn, og enn færri muna
þau nú. Þó hafa þeir með návist sinni í lífi mínu lagt undirstöðuna að hugsun
minni. Ég hugsaði einmitt til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóð-
djúpsins sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föður míns og móður minnar.
Og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna
mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa.
Ég hugsaði, og hugsa enn á þessari stundu, til þeirra heilræða, sem hún inn-
rætti mér barni: að gera aungri skepnu mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu
öndvegi í huga mér þeir menn sem eru kallaðir snauðir og litlir fyrir sér; að
gleyma aldrei að þeir sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis,
8