Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þeir sem hafa verið settir hjá í tilverunni og þeir sem öðrum mönnum sést yfir — einmitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið alúð, ást og virðíngu góðs dreings umfram aðra menn hér á íslandi. Ég lifði svo alla bernsku mína á Islandi, að miklir menn, sem svo eru nefndir, og höfðíngjar, voru aðeins ævintýramyndir og loftsýn — ástin og virðíngin fyrir aðþreingdu lífi var það siðferðisboðorð sem í heimahögum mínum eitt bar í sér veruleika. Ég minnist vina minna ónafnkunnra, þeirra sem í æsku minni og laungu eftir að ég var orðinn fulltíða voru í ráðum með mér um þær bækur, sem ég réðst í að skrifa. Þar á meðal voru nokkrir menn, þótt eigi væru atvinnurithöf- undar, gæddir bókmentalegri dómgreind sem aldrei brást, og þeir gerðu mér ljós ýmis þau höfuðatriði skáldskapar, sem stundum eru jafnvel snillíngum hulin. Nokkrir þessara gáfuðu vina minna halda áfram að lifa í mér, þó þeir séu horfnir af sjónarsviðinu, sumir þeirra jafnvel með svo raunverulegum hætti, að fyrir getur komið, að ég spyrji sjálfan mig hvað sé þeirra hugur og hvað minn. í sömu andránni verður mér hugsað til þeirrar fjölskyldu, eitthvað kríngum hundrað og fimmtíu þúsund manna stórrar, hinnar bókelsku þjóðar Islands, sem hefur haft á mér vakandi auga frá því ég fór fyrst að standa í fæturna sem rithöfundur, gagnrýnt mig eða talið í mig kjark á víxl; en aldrei skelt við mér skolleyrum einsog henni stæði á sama, heldur tekið undir við mig einsog berg- mál, eða einsog viðkvæmt hljóðfæri svarar áslætti. Það er skáldi mikið ham- íngjulán að vera borinn og barnfæddur í landi, þar sem þjóðin hefur verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og ræður fyrir miklum bókmenta- auði frá fornu fari. Og þá skyldi heldur eingan furða þó hugur minn hafi séð aftur fram í aldir til fornra sagnamanna, þeirra sem hófu sígildar bókmentir íslenskar, þessara skálda, sem svo mjög voru samsamaðir þjóðdjúpinu sjálfu, að jafnvel nöfn þeirra hafa ekki varðveist með verkum þeirra. Aðeins standa hin óbrotgjömu verk þeirra í augsýn heimsins með jafnsjálfsögðum hætti og landið sjálft. Um lángar myrkar aldir sátu þessir ónafnkendu menn í einhverju snauðasta landi heimsins, í húsakynnum, sem höfðu svip steinaldar, og settu bækur saman án þess að þekkja hugmyndir slíkar sem laun, verðlaun, frami, frægð. Ég hygg, 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.