Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 24
ELIAS WESSÉN Ræða haldin á Nóbelsliátíðinni í Hljómlistarhöllinni í Stokkhólmi Yðar hátignir, yðar konunglegu tignir, herrar mínir og írúr. Island er frumheimkynni frásagnarlistar hér á Norðurlöndum. Það á rót sína að rekja til séreiginda og þróunar íslenzks þjóðfélags. Á íslandi skorti öll skilyrði til þess, að þar gæti myndazt stéttaþj óðfélag í miðaldastíl með skörp- um skilum og andstæðum milli kirkju og almennings, lærðra manna og bænda. Þar varð bókaramennt ekki sérréttindi fáeinna latínulærðra klerka eins og annars staðar. Lestrar- og skriftarkunnátta var þegar á miðöldum miklu al- gengari meðal almennings á Islandi en í öðrum löndum Evrópu. Þar með sköpuðust forsendur fyrir því, að færður yrði í letur á móðurmáli hinn forni skáldskapur, sem féll í óvirðingu og gleymsku annars staðar á Norðurlöndum, jafnvel í voru landi. Þannig atvikaðist það, að þessi litla, fátæka þjóð á afskekktu eylandi skapaði heimsbókmenntir, samdi slíkar frásagnir í óbundnu máli, að aldir liðu, áður en aðrar Evrópuþjóðir eignuðust nokkuð, er til þess yrði jafnað. Rit Snorra og Islendingasögurnar munu jafnan verða hátindar þeirrar listar að lýsa mönnum og atburðum og fyrirmynd um lýsandi, skýran og þróttugan stíl. Höfunda að íslendingasögum er yfirleitt ekki getið. Þær eru ávöxtur af listgáfu og sjálfstæðu sköpunarafli heillar þjóðar. Fornsögurnar hafa ávallt verið í miklum metum á íslandi. Þangað hafa ís- lendingar sótt huggun og þrótt á myrkum öldum nauða og örbirgðar. Enn í dag eru Íslendingar mesta bókaþjóð á Norðurlöndum, miðað við mannfjölda og þjóðhagslegar aðstæður. Til þess þarf reginmátt, að endurnýja á vorum tímum sagnalist, er á sér slíka erfð. I hók sinni um alþýðuskáldið Ólaf Kárason, sem fjallar sérstak- lega um vandamál og hlutverk skáldskaparins, lætur Halldór Laxness eina af söguhetjunum komast svo að orði: „Ef þér tekst að yrkja það (o: kvæðið) í 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.