Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sögupersónur, sem hann jafnvel liefur vanþóknun á, og gefur honum jafnframt sýn djúpt inn í völundarhús mannssálarinnar. Það eru ávallt einstaklingarnir og örlög þeirra, sem orka sterkast á oss í skáldsögum Halldórs Laxness. Salka Valka, ráðsnjöll stúlka, dugandi og hjartahrein, rís björt og skýr á dökkum grunni armóðs, verkfalla og deilna í fiskiþorpinu íslenzka. Sagan um Bjart í Sumarhúsum grípur mann ef til vill ennþá sterkari tökum. Vilji lians til frelsis og sjálfstæðis er ósveigjanlegur. Þetta er óðalsbóndi Geij- ers i íslenzku umhverfi — tröllaukinn og þjóðsagnakenndur —, nýbýlingur- inn, landnámsmaður fslands í þúsund ár. Hann er samur og jafn í sjúkdóm- um og óhamingju, fátækt og hungri, í æðandi kafaldsbvljum og gagnvart ógn- þrungnum furðum heiðarinnar. — Og loks hrífur hann oss einnig í umkomu- leysi sínu og hjartnæmri ást á fósturdóttur sinni, Ástu Sóllilju. Kannski ber þó frásögnina um Ólaf Ljósvíking, alþýðuskáldið, einna hæst. Hún er reist á andstæðunni milli aumlegs umhverfis og himinkynjaðra drauma, sem vinur og þjónn fegurðarinnar elur í brjósti sér. íslandsklukkan er fyrsta sagan, setn Halldór Laxness lætur gerast á liðnum tímunt. Og honutn hefur raunverulega tekizt að ná svipblæ samtímans, bæði að því er ísland varðar og Danmörku. Sagan er tneistaraverk að því er til stíls- ins kentur. En hér eru það líka framar öllu einstaklingarnir og örlög þeirra. sem festast í minni. Hinn vesæli tötramaður. Jón Hreggviðsson, ,.hið ljósa man“, lögmannsdóttirin Snæfríður Eydalín — og umfram allt Arnas Arnaeus, handritasafnarinn lærði. en í brjósti hans lifir ísland þróttugra lífi en hjá nokkrum öðrum. Með Laxness hefur þróun bókmenntanna fengið á nv þjóðlega og arftekna undirstöðu. Það er hið mikla afrek hans. Hann hefur persónulegan og lifandi stíl, léttan og eðlilegan, og maður finnur glöggt hversu fimlega og vel hann þjónar markmiði höfundar. Loks verður að draga fram eitt atriði enn. svo að staða Halldórs Laxness verði fullkomlega ljós. Sú var tíðin, að íslenzkir rithöfundar völdu list sinni annað tungumál norrænt. Það var ekki af fjárhagsástæðum einum, heldur jafnframt vegna þess, að þeir vantreystu íslenzkri tungu sem tæki til listsköp- unar. Halldór Laxness hefur á sviði óbundins máls endurnvjað íslenzka tungu sem listrænan miðil nútímalífs. Og með fordæmi sínu hefur hann örvað ís- lenzka höfunda til að rita á móðurmálinu. í því felst mesta gildi hans frá al- mennu sjónarmiði. — Og það er þetta. sem hefur aflað honum vinsælda og traustrar aðstöðu í ættlandi sínu. 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.