Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 29
HEIMSÓKN Á ÞORRA dálítill pappírsmiði samanbrotinn og lúður, og hann fékk rithöfundinum mið- ann. A miðanum stóð þetta sérkennilega orð: osteopoikilosis. Rithöfundurinn Ias orðið einu sinni eða tvisvar hálfupphátt og skildi það ekki. Er þetta nafnið yðar? spurði hann. 0 nei ekki er nú það. Þetta er nafnið á veikinni. Hvaða veiki? Maðurinn ræskti sig inní húsið hjá rithöfundinum, og það var auðséð að hann átti eitthvað ósagt. Ég hef heyrt sagt, sagði hann, að þér séuð veruleikaskáld. Svo mér datt í hug hvort þér vilduð ekki kaupa ævisögu mína. Til hvers? spurði rithöfundurinn. Ég hefði hálfpartinn þurft að fá mér frakka. Ég er rétt nýkominn úr svoleiðis húsi þar sem menn þurfa ekki frakka, en það er ekki komið nema frammá mið- þorra svo ég get varla komist af yfirhafnarlaus úr því ég er kominn út. Eruð þér með ævisöguna í vasanum? spurði rithöfundurinn. Onei ekki er nú það, mér hefur aldrei unnist tími til að skrifa hana upp, en ef þér viljið heyra hana og borga ögn fyrir hana, þá skal ég segja yður hana. Æ hefur nokkuð komið fyrir yður sem gaman er að? sagði rithöfundurinn og virti manninn fyrir sér heldur dauflega. Velst hver á heldur, sagði maðurinn. Hvað borgið þér fyrir ævisögu með leyfi ? Æ hvur haldið þér vilji kaupa ævisögu góði maður! Það kemur ekki til af góðu að ég er að bjóða ævisögu mína, sagði maður- inn; það er af því ég á ekki neitt annað að láta, ég er búinn að láta alt annað. Ég er dálítið illa staddur núna. Kötturinn minn drapst nefnilega í nótt. Þegar ég kom í morgun úr húsinu sem ég var að tala um áðan og ætlaði inntil mín í kjallarann þar sem ég fæ stundum að sofa hjá manni, þá lá afmánin svoma einsog gaddstokkur á stéttinni. Þér kaupið nú varla líf í frosinn kött með ævisögu yðar maður minn, sagði rithöfundurinn. Nei, sagði gesturinn, það er hverju orði sannara sem í bibblíunni stendur: deyr fé. Nú og hvað svo, spurði rithöfundurinn. Ég þekki mann sem vill láta frakka fyrir einsog hundraðkall. Þér skuluð fá alla ævisöguna, að minsta kosti frá því ég kom til hennar stjúpu minnar sálugu og þess fólks. Hér er eingin fjármálastofnun, sagði rithöfundurinn. Ég stunda ekki neinar 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.