Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 31
HEIMSÓKN á þorra ósköp fínt á járnristinni fyrir utan kjallaragluggann og segir eins greinilega og nokkur maSur getur talað: Oddur harmagrátur ljúklu upp. Þér sem eruð veruleikaskáld, ég bið yður, þó ekki væri nema einsog fimm krónur fyrir dós af neftóbaki. Mér leiðist kattarhlandslykt, sagði rithöfundurinn. Ég held það væri betra fyrir alla aðilja að þér færuð í moldarvinnu. Þér sem eruð lærður maður hljótið að skilja hvað stendur á miðanum, skiljið þér þá ekki að ég hef vísindalegan sjúkdóm; og að ég ber ábyrgð á þessurn sjúkdómi bæði gagnvart Ríkisspítalanum og Háskólanum; og aðrir sjúkdómar eru hégómi hjá mínum sjúkdómi. Ég hef verið kostaður af læknum í rúm tíu ár til að hafa þennan sjúkdóm. Maður sem hefur slíkan sjúkdóm fer ekki í mold. í minni stétt er alt sem heitir að fara í moldarvinnu einsog hver önnur geðbilun. Með leyfi hvar finnið þér til? spurði rithöfundurinn. Ég finn hvergi til, sagði gesturinn. Og það er í því sem minn sjúkdómur er fólginn. Menn finna bara til af svoleiðis ómerkilegum skítasjúkdómum einsog magakveisu, tannpínu, krabbameini og moldarvinnu. Það hefur aldrei nokkur maður á jörðinni fæðst með sjúkdóm einsog ég. Sjö doktorar eru búnir að vera í ellefu ár að skrifa ritgerö á frönsku um minn sjúkdóm, og ég er skyldugur að passa að mér batni ekki og koma til þeirra tvisvar á mánuði og láta rannsaka mig svo það sé hægt að fylla út þessar stóru og merkilegu töflur með öllum boglínunum. Ég sé ekki betur en þér hafið nefbrotnað, sagði rithöfundurinn. Er það kanski partur af veikinni? Fyrirgefið þó ég sé að leiðrétta yður í þessu veðri; en ég hef ekki nefbrotnað einsog margur hyggur. Viljið þér gera svo vel að líta á miðann sem ég fékk yður, þar stendur osteo- og svo framvegis, það þýðir að nefbeinið sé úr osti, með yðar leyfi. Rúmur helmingur af öllum beinum í skrokknum á mér eru úr osti og það er þessvegna sem Háskólinn hefur fest kaup á þeim. Afturámóti sækir svo mikil harka sumstaðar í beinin í mér að ég get ekki sofið á nóttunni fyrir beinhörku og verð stundum að fara á fætur klukkan þrjú til þess að út- vega mér brennivín, og skilja köttinn eftir; já sem nú er reyndar dauður. Ég held góði maður að þér ættuð að halda yður að læknastéttinni einsog híngað til fremuren rithöfundastéttinni, sagði rithöfundurinn. ESa hef ég ekki skilið yður rétt að þeir sjái yður farborða? Já en veruleikaskáld hlýtur að skilja það að manni cr ekki nóg að éta og sofa. Læknar nefna alla menn tilfelli; eða sjúklínga. En rithöfundur og skáld 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.