Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 34
XIALLDÓR KILJAN LAXNESS Artur Lundkvist fimtugur Kæri Artúr, um leið og ég bið þér heilla á afinælisdaginn, hefði mig lángað til að skrifa þér lángt bréf um ýmis sameiginleg áhugamál okkar, en einsog fyrri dag- inn er ég orðinn of naumt fyrir. Mig hefði einnig lángað til að minnast á hin undursamlegu kvæði þín mörg — og þá ekki síst kvæðið um fíflið sem bíður þess að yfir það verði ekið æ hjólastærri vögnum; og á þann fjölda skáldsnill- ínga erlendra sem þú hefur með þýðíngum þínum gert norðurlandabúum til- kvæma; ellegar elskulega vini okkar sameiginlega einsog Neruda, Guillén, Amado og Polevoj; og hinn kollótta stað á suðurundirlendi íslands, Bergþórs- hvol, þar sem sú skáldsaga norræn er ég met hæst, Brennunjálssaga, er látin gerast, en þar stóðum við einn dag í túninu ásamt Maríu og horfðum á skúr- irnar berast utan af sjó; og gaman hefði líka verið að rifja upp endurminn- íngarnar frá þeim degi er við ókum í Mývatnssveit snemma sláttar, og á íðil- grænum túnunum lá nýfallin mjöll, og manstu eftir öllum þeim grúa af fugli á Mývatni, hve heitur var fögnuður þeirra á þessum kalda lygna sumar- morni. En þetta verður að bíða betri tíða. Á þessari bráðfleygu stund er mér einn hlutur efst í huga og finst annað lítilsvert: mig lángar að þakka þér framlag þitt í heimi þar sem allir menn eru dæmdir til að berjast um líf sitt við herskáa stjórnmálamenn. Múhameðsmenn, gyðíngar og lærisveinar Búddha, kaþólskir rnenn og þeir sem trúa Lúter, Kalvín eða jafnvel Marx, svo og áhángendur ólíkra hagfræðikennínga og stjórnmálaskoðana, svartir mcnn og hvítir — vér erum allir ósundurskillegir vinir andspænis þeirri hótun um tortímíngu sem beint er gegn oss af styrjaldarsinnum úr hópi stjórninálamanna. Vér eigum allir saman þennan óvin einan. Oss líður eigi úr minni að í styrjöld þeirri sem háð var á næstunni þurfti ekki nema einn kreppíng stjórnmálagarpa til þess að drepa rúmar tuttugu miljónir saklausra manna. Nú er þar komið að þessir 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.