Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 35
ARTUR LUNDKVIST FIMTUGUR
óvinir þykjast geta heitið oss enn þýngri höggum: þeir keppast við að lofa
hver öðrum því að í næstu atrennu skuli þeir gánga með margefldum dugnaði
að eyðíngu sinni á íbúum jarðar.
Þessir ömurlegu elskhugar firinverka reyna að telja oss trú um að þeir ætli
að heya styrjöld um eitthvað, — rétt einsog allir menn vissu ekki fyrir laungu
að styrjöld verður aldrei háð urn neitt, af þeirri einfaldri orsök að ekkert
vandamál er til sem unt sé að leysa með styrjöld. Styrjaldir hafa laungum
verið leikur stjórnmálamanna að því að murka lífið úr únglíngspiltum sem
gánga undir soldátanafni (en það þýðir að maður sé keyptur til þess með pen-
íngum, að stunda manndráp). A vorum dögum segjast mikilsráðandi stjórn-
málamenn ekki munu láta við sitja að lífláta umkomulaus soldátagrey í styrj-
öld, heldur hóta þeir að afmá sérhverja skepnu sem lífsanda dregur í stórborg-
um veraldarinnar.
í styrjöld eru aðeins tveir andstæðíngar nú á tímum: stjórnmálamenn ann-
ars vegar og almenníngur heimsins að hinu leytinu. Þessi átök milli stjórn-
málamanna annarsvegar og þjóða heimsins hinsvegar eru nú orðin svo hörð,
að oft virðist ekki vera nema um tvent að velja: annaðhvort tekst þeim að
vinna á oss öllum, hvar í heiminum sem vér erum niðurkomnir, ellegar vér
íbúar jarðar hljótum að rísa gegn þessum heljarmönnum: vér streingjum þess
heit að aldrei skal ykkur framar takast að leika þennan leik . . . Ef oss, sak-
lausum mönnum og friðsömum byggjurum jarðar, ekki tekst að binda hendur
þeirra, þá mun heimurinn farast.
Kæri Artúr, á þessum afmælisdegi þínum vil ég hylla þig sem bandamann
mannkynsins í baráttunni gegn styrjaldarsinnuðum stjórnmálamönnum.
Þinn
HALLDÓR
25