Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 36
GUÐMUNDUR BOÐVARSSON Gömul grein um gamlan vin (Fyrir nokkrum árum síðan var sú fyrirætlun á baugi hjá bókaforlagi einu hérlendis að gefa út bók, er hefði að geyma umsögn þeirra, er í hana væru kvaddir að skrifa, um látna feður þeirra. Sá, er átti að sjá um útgáfu þessarar bókar, sýndi mér mikla vinsemi, er hann bauð mér þar rúm óskorað, ef ég vildi þekkjast. Eg þáði boðið, og hafði þó ekki til stefnu þann tíma, sem ég vildi og mér hefði vert þótt, — enda hafði ég ekki fyrr byrjað mína litlu grein, en um mig hrönnuðust spurningamar: hvað á að segja? — hvað á ekki að segja? — í ágripi af lífssögu eins manns, hversu smátt í sniðum sem það annars er, rekur það sí og æ upp kollinn, vandamálið um viðhorfið til annarra. Eg sleppti því í greininni býsna mörgu, sem mér, ýmissa hluta vegna, hefði þó þótt frásagnarvert, og eftir urðu, fyrir utan það sem lesa má í kirkjubókum, aðeins nokk- ur minningaslitur mín sjálfs, ósamstæð og án tímaröðunar, aðeins lítill hluti þess sem í hugann kom og langaði til að verða sagt, en verður aldrei sagt. Svo fór um útkomu þessarar bókar barnanna um feðurna, að aðrir útgefendur urðu fyrri til með samskonar safnrit — og þótti þá ófrumlegt að róa á hin sömu mið. — Fyrir meira en ári síðan fékk ég grein mína loks aftur, og meður því að ég hafði ekki framtak til þess, þá strax, að kasta henni á glæ, ætla ég að biðja Tímaritið að ljá henni rúm einhversstaðar í horni. — Veit þó ekki hvort ég uppsker að launum þakklæti nokkurs manns fyrir vikið. Má jafnvel vera, að einhverjir virði mér til óþarfa nýtni, aðrir til fordildar, — en það verður þá að hafa það). Faðir minn, Böðvar Jónsson, var fæddur 17. des. 1870. Allan sinn aldur átti hann heimilisfestu í sömu sveit, Hvítársíðu í Borgarfirði. Hann dó af slysförum við vinnu sína 14. febrúar 1932. Af öllum þeim vinum mínum og samferðamönnum, sem eru dauðir nú, er hann mér minnisstæðastur og ástfólgnastur. Ber til þess að sjálf- sögðu að nokkru sú tilfinning, sem sonarást er kölluð, en ekki er það síð- ur vegna þess, að þó leiðir okkar skildi stundum um sinn, þá lágu þær saman aftur, æ ofan í æ. Það er og vegna þess, að hann var mér mestur og beztur félagi frá mínu fyrsta til síns síðasta, og þó ef til vill hvað helzt 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.