Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 38
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
hefur að sjálfsögðu snúizt við þeim
vanda sem hraðast, að útvega sama-
stað þessum miður velkomna borgara.
Eftir því sem pabba lágu orð til, hef-
ur hann unnið það verk happadrýgst
til handa einu vandalausu barni, því
sveininum kom hann til fósturs að
Hvammi til þeirra nafnkunnu og val-
inkunnu hjóna, Helgu Guðmunds-
dóttur og Eyjólfs Jóhannessonar, en
þau voru foreldrar Jóhanns frá
Sveinatungu og þeirra mörgu og fjöl-
gáfuðu systkina. — Eyjólfur í
Hvammi var eitt bezt alþýðuskáld í
Borgarfirði á sinni tíð, spakur mað-
ur og hófsamur, jafnlyndur í dagfari,
garðræktarmaður og jarðræktar, góð-
ur börnum, og hafði til að bera þá
ratvísu brjóstgreind, sem er aðal og
styrkur hverjum þeim sem hefur.
Hjá þessum ágætu hj ónum ólst fað-
ir minn upp. Hjá þeim dvaldi hann
fram á fullorðinsár, fyrst sem ómagi
sveitarinnar, síðar sem matvinnung-
ur, síðast sem fyrirvinna heimilis
þeirra, — og þó alla tíð sem sonur
þeirra, hvað aðbúð og atlæti snerti,
enda kallaði hann þau aldrei annað
en pabba og mömmu. Hann bar til
þeirra sonarást og fyrir þeim djúpa
virðingu.
Enginn efi er á því, að jafn örlynd-
ur maður og pabbi var, hefur haft af
því mikið gotl, að umgangast í upp-
vextinum slíkan jafnvægismann í
skapgerð sem fóstri hans var. En börn
þeirra Hvammshjóna, sem öll voru
honum eldri og suin þegar alflutt að
heiman er hann kom þangað reifa-
barn, höfðu hraðar gáfur og heita
lund. Heimilið stóð opið fyrir öllum
þeim nýjungum, sem til þess gátu bor-
izt, úr heimi bóka og blaða. Þjóðmál
og bókmenntir ræddu þessi systkini
sín í milli af eldlegum áhuga, og ég,
sem átti því láni að fagna að kynnast
nokkuð sumum þeirra á þeirra efri ár-
um, mun ætíð undrast og dást að,
hvað fjör gáfna þeirra og hugmynda-
flug var mikið, hvað frásagnargleði
þeirra var einlæg, fyndni þeirra mark-
viss og gagnrýni þeirra hvöss og rök-
vís.
Það lætur að líkindum að þessi sí-
vakandi andi systkinanna hefur sett
að marki svip á heimilið og orkað til
áhrifa á þá, sem yngri voru, enda var
pabbi alla ævi hinn mesti vinur ljóða
og bóka, mjög ákveðinn í afstöðu
sinni til manna og málefna og svo
hreinskilinn, að þar var um að ræða
þá bersögli, sem ekki þykir allstaðar
henta.
Laust fyrir síðustu aldamót flytja
þau alfari til Vesturheims, afi minn og
amma, ásamt þrem börnum sínum
uppkomnum, Sigríði, Þóru og Jó-
liannesi. Eftir verða á íslandi þau
Benónýja og faðir minn, — og er þá
upptalið það af börnum þeirra Jóns
og Sigurbjargar, sem dauðinn ekki
hafði tekið. Sagði faðir minn að for-
eldrar sínir hefðu lagt fast að sér að
28