Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 39
GÖMUL GREIN UM GAMLAN VIN koma með vestur, en ekki stóð hugur hans til þeirrar farar, og mun hann hafa talið sig svo bundinn Hvamms- heimilinu að slíkt kæmi ekki til greina, og auk þess munu sjálfs hans einkamál hafa ráðið þar miklu um. Árið 1900 giftist hann móður minni, Kristínu Jónsdóttur frá Hauka- gili. Ólst hún þar upp hjá þeim merku og ágætu hjónum, Ingibjörgu Vídal- ín og Sigurði söðlasmið, syni séra Jóns Benediktssonar. Voru foreldrar hennar vinnuhjú hjá þeim hjónum lengi mjög, og dóu þar bæði. Þetta sama ár byrjuðu foreldrar mínir búskap á Kirkjubóli, sem þá var kirkjujörð og lægst að fasteigna- mati allra jarða í hreppnum. Var og bústofninn lítill í fyrstu: sjö ær og tvö eða þrjú hross, auk þeirra kúgilda sem jörðinni fylgdu. En kúgildin gerðu fátæklingum kleift að taka jörð til ábúðar og fara að eiga með sig sjálfir. Og hér bjuggu þau, einyrkjar löng- um, og við lítinn auð að vísu, en enga nauð, allan sinn búskap. Hér fædd- umst við, drengirnir þeirra þrír. — En haustið 1914, þegar pabbi var í göngunum, gerði áhlaupaveður með regni og stormi. Gamall torfbærinn lak eins og hrip. Mamma mín blessuð fór fáklædd framúr til þess að hlúa að mér, yngsta harninu, og færa mig undan lekanum. Uin morguninn hafði hún tekið heiftuga taksótt og var dáin viku seinna. Vorið eftir brá faðir minn búi, en hafði nokkru áður keypt jörðina og seldi hana ekki, þó hann hætti þá bú- skap. 1925 giftist hann aftur, ágætri konu, Ingibjörgu Ólafsdóttur, og fóru þau að búa á Kirkjubóli árið eftir. Þar bjuggu þau þar til hann lézt, sem áður segir, 14. febrúar 1932. Það féll í okkar hlut, minnar góðu stjúpu og minn, að bera hann til bæj- ar, slasaðan til dauða, þennan gráa febrúarmorgun. Hann hafði fallið á vettvangi starfs síns, og það voru stór- ir svitadropar á enni hans. Það var mjög dapur dagur. Ein af fyrstu minningum mínum og ef til vill sú, sem er mér einna ljós- ust, er frá dimmu skammdegiskvöldi í gömlu baðstofunni, þar sem ég fædd- ist og ólst upp. Gest hafði borið að garði í ljósaskiptunum um kvöldið. Hafði sá meðferðis bókaböggul, vaf- inn í dagblað og krossbundinn. Gest- urinn, sem böggulinn flutti, var ný- kominn úr Reykjavík og hafði verið beðinn fyrir hann þar. Var böggull- inn til stúlkubarns á bæ einum skammt fyrir utan okkur og sendur því af móður þess. — Gesturinn hafði kaffidvöl og jiurfti pabbi auðvitað maigs að spyrja, svo hnýsinn sem hann var í fréttir og nýjungar. — Komstu ekki með eitthvað af nýjum bókum handa manni að lesa, spurði pabbi. Nei, svo var ekki. Síðan fór gesturinn. Og pabbi fór í fjósið og lauk gegningum.' 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.