Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Þá sleppti pabbi gamli fram af sér beizlinu, eins og honum var svo hætt við stundum, blessuðum. Þvílíkur reiðilestur! Hef ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, heyrt hremmilegri skilgrein- ingu á kaupmönnum né þeirra þénur- um. Markaðshaldarinn fór án þess að kveðja. Nokkrum dögum seinna tók Jóhann í Sveinatungu þessar sömu kindur á stórum hærra verði fyrir Nordalsís- hús. Ekki varð ég þess var að pabbi hefði neinn sérstakan áhuga á þjóð- málum, utan skilnaðarmálinu við dani. Honum var meinilla við dani sem yfirþjóð íslendinga, og honum var eðlislægt að óska þeim minnimátt- ar sigurs í viðskiptum við sterkari andstæðing. Var honum ljóst, eins og flestum alþýðumönnum aldamótaár- anna, allt það böl, sem við höfðum af því haft að vera undirokuð þjóð. Er mér í minni hve barnslega hrifinn hann var af hugmyndinni um stofnun Eimskipafélags íslands. Annað fannst honum ekki koma til mála en að leggja fram fé til slíkra hluta af fremstu getu. — Það er tími til kom- inn, sagði hann, — og langt síðan Jón karlinri Arason var að svalka á milli landa. Eg skildi ekki hvað hann átti við, fyrr en ég fór að lesa Islands- sögu. En þegar fyrstu blaðafréttir komu af Gullfossi og stærð hans, þá mældi pabbi fyrir okkur strákana, á flötinni fyrir utan bæinn, hve stór væri knörrinn, og við, sem aldrei höfðum séð þá „fjöl er flotið gæti“ nema ferjuna á næsta bæ, undruðumst stórlega þá höfuðsmíð. Þegar ég var um tvítugt kom það til mála að ég flyttist vestur um haf. Ætluðu þau Þóra, föðursystir mín, er þar var búsett, og séra Halldór E. Johnson maður hennar (sá er síðar drukknaði í hinu hörmulega slysi við Faxasker hjá Vestmannaeyjum) að skapa mér þar aðstöðu til náms, ef ég kæmi. Urðu um þetta bréfaskipti okk- ar í milli. Þegar pabbi komst að þessu, aftók hann það með öllu: — Ef þú getur ekki fundið þér stað til að standa á hér heima, þá er vandséð að þú getir það þar, sagði hann. Það er nógu margt af okkar fólki búið að hrekjast af landi burt, af því það átti 'ekki annars úrkosti, þó þeir fari ekki, sem engin nauðsyn rekur. Þar með var þetta útrætt mál frá hans hálfu, og svo þung var þykkja hans til þessarar hugmyndar minnar, að ég lét hana niður falla með öllu. Fann ég það og vel, að við þetta ýfðust upp gömul sár sem illa höfðu gróið. Renni maður huganum til horfins ástvinar og leyfi honum að dvelja þar við um sinn, þá hópast þar að minn- ingar fleiri en tölu verður á komið, og fleiri en maður kærir sig um að gefa öðrum hlutdeild í. Ég sé því í hendi mér að mér mundi seint vinnast að rekja sögu okkar 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.