Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 46
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR unnar og meðhj álparinn undir þeirn aftari, og skella kistunni með indíán- anum gamla upp í bíl. En Skotar eru góðir borgarar og heimta ekki skýringar, og söngurinn ómar að baki þeim sem óku í loftinu burt með öll hjól vagnsins laus af jörðu og aka eftir ósýnilegum vegi fremur á himni en jörðunni allt til þess komið er að lítilli kirkju hvít- leskjaðri utanvert, turnlausri, í út- hverfi hinumegin í bænum, og þar geysast þeir inn meðhjálparinn og presturinn móðir og blása mikinn með indíánakistu sína. Ekki mátti gleggra standa. Kirkjan er máluð fölgræn innra full af rauðskinnum með hin hreyfingar- lausu eirsteyptu dánargrímuandlit eins og myndastyttur í sveitakirkju- garði. Og þar stendur annar prestur og annar meðhjálpari yfir annarri kistu opinni, og eru reyrðir saman mál- lausri skelfingu sem þeir miðla hvor öðrum með augum. En hin ævaforna holdgranna indí- ánafjölskylda nálgaðist með veðraða húðina svo strengda yfir beinin að það mátti búast við því hún springi þá og þegar á þeim stöðum sem hún var mest þanin svo sem á kinnbeinum nefi rifjum, og kom svo hægt og hljóð- látlega frameftir gólfinu að það var eins og lauf skógarins að falla á kyrr- um degi undir vetur, og stigu fram til að sjá líkið hinzta sinni, kveðja; og komu eins og reykur líður upp af eld- um um kyrran dag á hausti. En áður en þessi forna stríðs- mannaþjóð næði svo langt að líta hinn friðsama sómakæra bakarameist- ara Ebenezar Tottleham Macintoss þar sem sá gamli indíánaskálkur Fljúgandi Pílan átti að hvíla í varan- legum friði þá skellur lokið á kistuna með miklum gný rétt mátulega í því sem hinn fyrri prestur sögu vorrar og meðhjálpari hans koma hlaupandi inn kirkjugólfið með kistu millum sín og öngu líkara en allt færi þetta eftir samstilltum klukkum og ráðum. Nú verður allt með þvílíkri skvnd- ingu að kirkjugestir vita ekki fyrri til en hinir óvæntu gestir eru aftur á hlaupum út með þá kistu sem fyrir var í kirkjunni, og fá ekkert tóm til að átta sig svo að þeir hlaupi í veg fyrir líkræningjana og hindri hin óvenju- legu vöruskipti. Og eru varla risnir úr sætum þegar nýja kistan stendur opin í hinnar stað, og prestur þeirra og meðhjálpari hans eru farnir að tosa aðstandendum hinnar Fljúgandi Pílu frameftir gólf- inu af þeim stað þar sem þeir höfðu frosið í stellingar við þessi undur og héldu að væru brellur anda úr öðrum heimi að svo miklu leyti sem þeir höfðu svigrúm til að mynda sér nokkra skoðun. Ogsjá: Liggur ekki hinn gamli bragðamág- us indíánakallinn Fljúgandi Píla aft- 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.