Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þessa endarím, miðrím og fjölmargt
annað, sem of langt yrði upp að telja.
Til eru einskonar feluvísur, þar sem
ljóðformið er vandlega falið, svo að
fæsta sem heyra farið með þær grun-
ar, að það sé bundið mál.
Á stríðsárunum gekk þessi vísa um
bæinn. Auðvitað get ég ekki borið
neina ábyrgð á því, að hún hafi borizt
mér til eyrna eins og höfundur hefur
gengið frá henni. Ég er eins og eftir
loftárás, það er lýgimál að ég sé ann-
ars oftast á fylliríi. Þetta hljómar
ekki eins og vísa, en nú skal ég lesa
hana háttbundið. Þá verður hún
svona:
Ég er eins og eftir loft-
árás, það er lýgi-
mál að ég sé annars oft-
ast á fylliríi.
Hér er ljóðformið einskonar gáta í
hinu óbundna máli, en ekki viðhafnar-
búningur efnis. Skiptir af þeim sökum
ekki miklu máli hvernig vísan er flutt,
en er ekki fyrst svolítið púður í henni
þegar hún er lesin háttbundið? Hátt-
bundni lesturinn er ráðning gátunn-
ar.
Fyrr á árum var það mikill siður
að hafa leikrit í Ijóðum, að vísu
venjulega undir einföldum háttum.
Hefur tilgangurinn væntanlega verið
sá að gefa inálinu nokkra reisn um-
fram hið óbundna form. Við flutning
slíkra verka tíðkast algjörlega óhátt-
bundinn leikur, og það með réttu, að
ég hygg. Þáttur Ijóðformsins er hér
naumast neinn aðalþáttur, enda ger-
ast ný leikrit í bundnu máli sjaldgæf.
Flytjendur þeirra verða að hafa það
á valdi sínu að gera bundna málið
óþvingað og náttúrlegt, en mega þó
hvergi orði halla. Og lof sé þeim snill-
ingum orðsins meðal vor, er þessa list
kunna.
Um flutning kvæða finnst mér
gegna allt öðru máli. Að svo miklu
leyti sem greina má kvæði í efni og
form, virðist mér mega greina flutn-
ing þeirra eða meðferð í tvo aðal-
þætti, efnismeðferð og formsmeðferð,
enda eru til tveir gjörólíkir flutnings-
hættir eftir því á hvorn þessara þátta
er lögð megináherzla. Sé efnismeð-
ferðin ein tekin til greina verður
flutningurinn algjörlega óháttbund-
inn eða óbundinn (í sömu merkingu
og talað er um óbundið mál). Ef hins-
vegar formsmeðferðin er höfð að
leiðarstjörnu verður flutningurinn
háttbundinn eða bundinn. Þegar lítt
er skeytt um efni en einkenni forms-
ins undirstrikuð með sterkum áherzl-
um á rímorðum og bragliðum verður
flutningurinn mjög háttbundinn eða
rígbundinn. Um óbundinn og ríghátt-
hundinn flutning vil ég fyrst segja
þetta. Margt má nú á milli vera. Mér
kemur ekki til hugar að unnt sé að
finna neina allsherjarreglu um það
hvernig flytja skuli bundið mál. Um
það mun jafnan sýnast sitt hverjum.
Þröngsýni er varhugaverð. Ég kalla
42