Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 55
MÆLT FYRIR MINNI BUNDINS MALS
Síðan þannig:
Þegar þorna landsins mið
og þrjóta vinatryggðir
á ég veröld utan við
allar mannabyggðir.
Mig uggir að sumir þeirra sem á
mig hlýða — og kunna ekki vísuna —
heyri þarna ekki mun á réttu og
röngu. Hér er þó um að ræða hvorki
meira né minna en muninn á gullfal-
legri vísu og illa gerðum hlut. Mörg-
um bregður lítt, þótt þeir heyri brag-
reglur brotnar, því ekki hafa allir
menn brageyra. Ef til vill hafa þessir
sömu menn næmt söngeyra — því
þótt undarlegt megi virðast fer söng-
eyra og brageyra hreint ekki alltaf
saman og þeim myndi bregða ónota-
lega ef tónlistarmanni yrði á hliðstæð
mistök við flutning tónverks.
Mér finnst annars að kvæðaflytj-
endur mættu taka sér tónlistarmenn
til fyrirmyndar í ýmsu. Naumast fást
aðrir við tónlistarflutning en þeir
sem bera nokkurt skyn á tónlist.
Naumast mundi einsöngvari gerast
svo djarfur að syngja eftir nótum lag,
sem hann væri ekki búinn að læra.
Hann lærir lagið og æfir það ræki-
lega fyrirfram. Ef framsögn kvæðis á
að vera óaðfinnanleg veitir fæstum af
samskonar vinnubrögðum.
Aftur á móti mættu tónlistarmenn
líka taka sér fram um vandaða texta-
meðferð. Oft heyrist sungið: ísland
ögrum skorið, Ég vil nejna þig, í stað-
inn fyrir: eg vil nejna þig. Þetta Ég
finnst ekki í þeim útgáfum af ljóðum
Eggerts Ólafssonar sem ég þekki,
enda er þetta ljótur rímgalli eftir nú-
tíðarmati. Hefði kvæðið verið um
Jótland en ekki Island hefði fram-
hurðurinn ég komið í góðar þarfir.
Hið bundna mál vort er dýrmæt
eign. Oss á að vera ljúft að sýna því
ræktarsemi og hollustu. Vér eigum að
vanda alla meðferð þess, svo sem
kostur er á. Ljóðabækur eiga að bera
af öðrum hókum um útlit og alla
gerð. Oss her að hlynna að skáldum
og skáldmennt, því enn eigum vér
skáld, sem halda merki hennar hátl,
og vér vonum að svo muni verða um
ókomin ár.
í ys og þys komandi alda verður
oss hollt að geta átt með skáldum vor-
um lífs og liðnum „heiðra drauma
vökunætur“ í fagurri veröld „utan við
allar mannabyggðir“.
45