Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 57
HANNES SIGFUSSON
Sjötugasta og fimmta ártíð Dostojefskís
NÍUNDA febrúar þ. á. eru liðin sj ö-
tíu og fimm ár frá láti Fjodors
M. Dostojefskís. Dánarafmælisins
mun verð'a minnzt víða um heim á
þessu ári, og undirrituðum þótti hæfa
að íslenzkur lesandi yrði einnig til
þess að votta minningu skáldsins virð-
ingu.
Fyrst nokkur orð um ævi Dosto-
jefskís.
Hann var fæddur í Moskvu 1821,
sonur fátæks læknis. Sem unglingur
var hann sendur í verkfræðiskóla í
Pétursborg og lauk þaðan prófi ineð
ágætiseinkunn þrátt fyrir vanheilsu
og vaxandi andúð á náminu. Hugur
hans hneigðist að ritstörfum, og í
skóla mun hann hafa byrjað á fyrstu
bók sinni, „Fátækt fólk“. Skáldsagan
birtist í tímariti lj óðskáldsins Nekras-
sovs og hlaut frábærar viðtökur.
Hann varð í einni svipan þekktur rit-
höfundur og glæsileg framtíð virtist
blasa við honum. Og þá kom reiðar-
slagið: Hann var handtekinn og sak-
aður um byltingarstarfsemi.
Dostojefskí hafði slegizt í hóp
nokkurra ungra manna sem komu
saman í tómstundum sínum til að lesa
Fourier og Proudhon. í ákæruskjal-
inu var hann sakaður um að hafa
„tekið þátt í umræðum til höfuðs rit-
skoðuninni, lesið bréf Bjelinskis til
Gogols, og vera í vitorði með þeim
sem ráðgera að stofnsetja prent-
smiðju.“ Á tímum keisaraveldisins
var þetta dauðasök. Eftir átta mánaða
fangelsisvist var hann ásamt fleirum
leiddur á aftökustaðinn. En í sama
mund og hermennirnir lyfta byssun-
um er aftakan stöðvuð, fangarnir
leystir og þeim tilkynnt að Hans Há-
tign Keisarinn hafi gefið þeim líf og
dómnum breytt í þrælkunarvinnu.
Einn fanganna missti vitið, og þján-
ingar þessara fáu augnablika settu
óafmáanlegt brennimark sitt á sálarlíf
Dostojefskís. Síðan tók við fjögurra
ára þrælkunarvinna meðal hvers kon-
ar afbrotalýðs í Síberíu, og þá nokk-
urra ára útlegð þar eystra. Dostojef-
skí var einangraður frá öllu menning-
arlífi og löngum með Biblíuna eina
sem lögboðna lesningu. Hin andlega
47