Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR og líkamlega þolraun þessara útlegð- arára varð ofviða hraustari mönnum en honum. Fjölmargir af meðföngum hans misstu vitið, en aðrir tærðust upp vegna slæmrar aðbúðar. Áður en Dostojefskí Var handtekinn hafði hann sýnt merki sjúklegrar tauga- veiklunar, og nú ágerðist þessi sjúk- dómur og varð að illkynjaðri floga- veiki sem þjáði hann til æviloka. Eftir tíu ára útlegð var honum leyft að hverfa aftur heim til Rússlands. Hann hóf þá útgáfu tímaritsins „Vremja“, sem var fljótlega gert upp- tækt vegna misskilnings. Hann stofn- aði nýtt tímarit, „Nútímann“, en varð að hætta útgáfu þess eftir nokkra mánuði af fjárhagsástæðum. Hann hafði af frjálsum vilja tekið á sig skuldabagga bróður síns, sem var nýlátinn, auk þess sem hann hafði heitið að sjá fjölskyldu hans fyrir við- urværi. Tekjur hans af ritstörfum hrukku skammt, og hann var jafnan nauðbeygður að birta skáldsögur sín- ar sem framhaldssögur í tímaritum jafnóðum og hann samdi þær. Oft var hann landflótta vegna skulda. Og ofan á örbirgðina og flogaveik- ina, sem þrisvar-fjórum sinnum á ári sló hann til jarðar og rændi hann starfsþreki vikum saman, bættist sjúk- leg spilafíkn. Hún greip hann aftur og aftur eins og djöfulæði: Hann lagði þá dag við nótt við spilaborðið í ör- væntingarfullri von um að vinna milj- ónir og losna úr þeim skuldaklafa sem herti æ fastar að honum — unz hver eyrir var glataður og allt sem hægt var að koma í verð, jafnvel erfðagrip- ir eiginkonu hans. Öll manndómsár hans voru linnulaus martröð, píslar- vætti. Þegar loks hægðist um átti hann skammt eftir ólifað. En þrátt fyrir þessa vonlausu að- stöðu tókst Dostojefskí að semja snilldarverk sem seint munu fyrnast. Það má lengi um það deila að hve miklu leyti lífsskoðun Dostojefskís hafi átt rætur í eðli hans, og hverju ytri aðstæður réðu um mótun hennar. Foreldrar hans voru trúhneigðir og iðkuðu mjög að lesa ritninguna upp- hátt fyrir börn sín. Það má því ætla að Dostojefskí hafi orðið fyrir sterk- um trúarlegum áhrifum sem barn. Þar á móti kemur að hann hataði og óttaðist föður sinn, sem var ómann- úðlega strangur. í bréfum hans sem ungs manns ber lítið á trúhneigð. Fyrsta skáldsagan, Fátækt fólk, er undir greinilegum áhrifum frá raun- sæisstefnunni sem þá hafði nýverið eignazt fulltrúa í rússneskum bók- menntum. Róttækir gagnrýnendur hófu bókina til skýjanna og Dosto- jefskí kemst í samband við ungt fólk sem veltir fyrir sér þjóðfélagslegum og menningarlegum vandamálum. Hann er ungur maður og opinn fyrir nýjum áhrifum. Ekkert bendir til þess að hann eigi eftir að verða óbeinn 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.