Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR augum ógreinilega, sæi mynd hennar svo sem hún hafði birzt honum endur fyrir löngu og greypt var í minni hans og tímans tönn hafði ekki unnið á í aðaldráttum: hin blíða nótt augnanna var þar sem fyrr, nærsýn augun kipr- uðust oft dálítið saman, nasirnar í þykkara lagi, línur munnvikanna, hið hógláta bros, hinn sérstæði svipur í samhvíld varanna, sem sonurinn, eft- irlætið hans, hafði erft af móður sinni, en þó sérstaklega hið kankvísa, blíða og hugrakka þel, sem barni Labans var áskapað, þetta yfirbragð hreinlyndis og lífsfýsi. Þannig hafði hún virzt honum við fyrstu sýn hjá brunninum, er hjarta hans gekk allt úr skorðum, og með þessu sama yfir- bragði hafði hún sterk og hýr gengið á fund hans, er hann reisti tjöld sín hjá Sikemborg, og sagt honum, að hún ætti sín von. „Guð bæti við mig einum syni“ — þetta var merking þess nafns, er Rakel hafði gefið syni sínum frumgetnum, er hún lá að dauða komin í blóðbönd- unum. Og nú þegar hún bjóst við að fjölga mundi hjá sér, var hún ekkert hrædd, heldur alls hugar fegin og fús til að þola allt, sem hún hafði þá mátt þola, fyrir sakir frjósemdar sinnar og kvendóms. í þessu efni naut hún glað- sinnis síns, en henni kom að auk í góðar þarfir hin furðulega gleymska sem konum er gefin og í blóð borin; því að mörg er sú konan, sem svarið hefur í fæðingarhríðunum þess dýran eið að kenna aldrei karlmanns framar og lifa ekki þær þrautir aftur — og er þó áður en árið er liðið komin langt á leið, því að sá sársauki gleym- ist kyninu með sérstökum hætti. En Jakob hafði ekki gleymt vítiskvölum þeirra stunda og hann óaði við þeirri tilhugsun að líkami Rakelar, sem leg- ið hafði í tröð í níu ár, skyldi nú brot- inn til að bera ávöxt á nýjan leik. Að vísu var honum mikil gleði að kven- heiðri hennar og anda hans þótti sú hugmynd girnilegt viðfangsefni, að synir hans yrðu jafnmargir musterum dýrahringsins. Og þó var sem honum fyndist það nokkurt rask, að yngsti sonurinn, eftirlætisgoðið sjálft, yrði að víkja úr sessi fyrir öðrum enn yngri; því að yngsta syninum sómir jafnan eftirlætið bezt, og það var ekki trútt um að eitthvað sem skylt var af- brýðisemi vegna Jósefs, hins töfrandi sveins, læsti sig um föðurlega eftir- væntingu hans — það setti í stuttu máli að honum óhugnanlegan grun um, að lítil gæfa mundi af því hljót- ast, er skaut Rakelar opnaðist aftur. Það var í Kislev, á þeim tíma árs, er enn gekk á með vetrarrigningum, að hún sagði honum frá högum sín- um: enn var langt í land, að örlög Dínu, stelpubj álfans, yrðu ráðin. Hann vafði hina sælu konu í ástúðlegt tillæti og umhyggju, fól höfuð í hönd- um sér af harmi, þegar hún seldi upp, og kallaði nafn guðs hárri raustu, er honum varð litið á hana og sá, hve 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.