Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 66
TIMARIT MALS OC MENNINGAR þrælar leiddu undir henni, og var hót- að húðláti ef skepnan hrasaði eða steytti fót við steini. Síðan var lagt af stað með hjarðirnar. Förinni var heit- ið til Hebron og þangað skyldi mestur hluti ættflokksins halda. En sjálfum sér, kvenfólkinu og nokkrum fylgdar- mönnum ætlaði Jakob áningarstað um stundarsakir á þeim stað, er heitir á Betel, en helgi hans mundi vernda hann gegn ofsóknum og árásum; á þessum stað vildi hann leita sál sinni hvíldar og hugleiða þá nótt, er hann hóf upp höfuð sitt og dreymdi draum- inn um stiga himinsins. En þarna gerði Jakob glappaskot. Hann var haldinn tveim ástríðum: Guði og Rakelu. Nú rákust þær á, og meðan hann gaf sig hinni andlegu ástríðu á vald, hlóð hann glóðum elds að hinni jarðnesku. Iiann hefði getað stefnt sem leið liggur til Kirjat Arba og komizt þangað á fjórum dögum eða fimm ef farið var greitt; ef Rakel hefði andazt þar mundi dauða hennar ekki hafa borið að höndum í slíku ráðaleysi og vesöld við veginn. En honum dvaldist með Rakel í allmarga daga á stað þeim er heitir Lús í Betel, á hæð þeirri hafði hann forðum sofið í eymd sinni og dreymt stóra drauma. En í hættum og svaðilförum var hann hann einnig nú í skapi til þess að hreykja sér hátt og krefjast mikils. Hörgurinn var með sömu ummerkj- um og áður, hinn dökkleiti stjörnu- steinn í miðið. Jakob sýndi sifjaliði sínu steininn og benti á staðinn, þai sem hann hafði sofið og borið hafði fyrir hann stórmikla sýn. Steinninn, sem hann hafði lagt undir höfuð sitt, var þar nú ekki lengur, og þótti Ja- kobi það miður. Hann reisti annan stein og hellti olíu yfir, var þessa daga alla hlaðinn önnum við embættislega þjónustu, brennifórnir og dreypi- fórnir, og fór að öllu með gjörhygli. Hann var ráðinn í að búa þennan stað virðulega og haglega til guðsþjón- ustu, því að þetta væri staður, sem tigna bæri í nútíðinni, og helgi hans meiri en ætla mætti af lenzku hér um slóðir, þótt hér væri á forn átrúnað- ur. Hér skyldi því ekki einasta gera altari úr leir til brennifórna guðinum Ja, heldur skyldi klöppin er gnæfði upp úr hæðinni, gerð að drottins borði með þrep til uppgöngu og slétt- an flöt, fórnarskál í miðju ásamt fægðri frárennslisrauf. Mikið erfiði var í þetta lagt, Jakob hafði forsögn um öll verk og gerðust þau ærið tíma- frek. Sifjalið hans horfði á hann og hlýddi boðum hans. En frá smábæn- um Lús komu einnig margir fyrir for- vitni sakir, svo fjölmennt var á pláss- inu fyrir framan altarið. Sumir lágu á ineltunni, aðrir sátu á hækjum sér, horfðu hugsandi á aðgerðir þessa um- ferðaguðsmanns og fríprests eða ræddust við í hálfum hljóðum. Ekki sáu þeir neitt nýstárlegt í háttum hans, þó máttu þeir merkja þá ætlan í fari hins virðulega útlendings, að 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.