Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR drauma er honum kynnu að veitast um nóttina. Hann hafði einnig miklar draumfarir, þótt ekki væru draumar hans nú jafn myndríkir og stórfelldir og þeir, er hann hafði dreymt ungan svein. Röddin talaði til hans um frjó- semi og fraintíð og sifjatengsl hans við Abraham, hafði um þetta mikil orð og háleit, stundum almenns eðlis og óákveðin; en áhrifamestum orðum fór röddin um nafn það, sem svefn- maðurinn hafði getið sér með ótta- mögnuðum krafti hjá Jabbokfljóti, og staðfesti honum nafn þetta á þá lund, að svo var sem hún bannaði honum að bera sitt gamla upprunalega nafn og afnæmi, en léti hið nýja nafn eitt standa; og fyrir þessar sakir fór upp- hafin endurnýjunarkennd um hinn hlustandi mann, svo sem hér yrðu mikil vatnaskil, er hið gamla sekkur í sæ, en tími og veröld risu úr skauti nýs morguns. Það bjarmaði af þess- um opinberunum í svipbrigðum hans á ferli dagsstundanna, og allir forðuð- ust að verða á vegi hans. Hann var hyggjuþungur og annamikili og virtist hafa gleymt því, hversu högum Rakel- ar var komið, og enginn dirfðist að minna hann á hvað tímanum leið, allra sízt sú, sem átti sín von og vegna líkamsástands síns var það mjög í mun að ferðinni yrði hraðað, en lét í ástríki sínu og hlédrægni sinn hlut fyrir andlegum íhugunum hans. — Loks bauð hann mönnum sínum að búast til brottferðar. Á Olíufjallinu hjá Jebus, öðru nafni Urú-Sjalín, var hetískur maður, sem Pútísjepa hét, hjarðmaður og skattheimtu Ammons hins egypzka. Þaðan máttu menn sjá og hafa sjálf- sagt séð hvar lest Jakobs fór í stóran boga frá Betel um hið víða hæðaland, stiknað í sumarsól, hafði staðinn Je- bus á vinstri hönd og stefndi í suður- átt, til húss Lakama eða Bet-Lakem. Jakob hafði verið þess hvetjandi að hafa viðkomu í Jebus og ræða við prestana um sólguðinn Sjalím, sem heimilisfastur var þar vestur í landi og borgin dró af annað nafn sitt; því að honum var það einnig andleg hressing að eiga rökræður um útlenda guði og falsguði og mátti þetta vel samrýmast hugmyndum þeim, er hann gerði sér um hinn Sanna og Eina. En viðburðirnir í Sikemborg og hryðjuverkin, sem synir hans höfðu framið á setuliðinu og Beset höfuðs- manni þess, gátu vel hafa borizt til eyrna Pútísjepu, hirðingja og skatt- heimtumanns Ammons, svo að ferða- manninum var ráðlegra að gæta allrar varúðar. Hins vegar fýsti hann mjög að ræða við blótpresta Lakama í Bet- Lakem, brauðhúsinu, um eðli þessar- ar tilverumyndar Gjafarans og hins Upprisna þar í borg, en Abraham hafði þegar um sína daga verið guðs- dýrkun þessari vinveittur og hliðholl- ur og hneigzt til hennar að nokkru fyrir trúarskyldleika sakir. Jakob gladdist, er hann sá borgina senda sér 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.