Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Qupperneq 75
STJÖRNUR HIMINSINS skaltu aítur verða. — Það hafði verið lesið yfir hans, nú höfðu þeir þetta kannski öðruvísi. Soltin augu mundu ekki mæna á hann í kvöld, svo var guði fyrir að þakka — og moldinni. Engar litlar hendur mundu rjála við klakað skegg. Enginn verða fyrir vonbrigðum. Enginn gleðja hann. Kannski þetta blessaða tár. Svikagleði! Enginn yrði þó fyrir vonbrigðum, og hann var vanur sviða. En enginn gleddist heldur. Enginn gleddist, þótt af litlu hefði oft verið. Á heiðum er oft djúpur snjór á vetrum, en gamall maður er vanur að kafa djúpan snjó. Gott er að koma heim. Hverfa aftur til síns innis. Hvað hafði hann svo sem verið að flandra! Var ekki blessaður kaupmaðurinn búinn að auðmýkja hann nógu oft, hér áður fyrr, á meðan hann þurfti þangað að leita. En ekki bar aumingjunum að fara í manngreinarálit. Jafnvel drottinn gerði það varla. Kaupfélagið hafði gleypt kaup- manninn, — ojá, o-já. Þá höndlun átti maður ekki að bíganga, það var manns eigin, sögðu þeir hérna á ár- unum. Þar réð maður öllu sjálfur. Og græddi sjálfur. — Græddi meira að segja á því að taka bara út. En til þess þurfti faktorinn, — nei, stjórinn, kaupfélagsstjórinn að komast á þing. Og þegar hann var kominn á þing þá urðu tímarnir svo erfiðir, að maður græddi ekki bara á því að taka út vör- ur, nei. Maður græddi meira á því að leggja inn vörur. Tímarnir voru þann- ig- Ja, kaupfélagið gleypti nú víst ekki kaupmanninn, en bara höndlunina. Og hún var áfram í sama húsinu, svo að manni gekk jafnt að rata, — og gömul hús eru söm við sig, svona á vetrum. Já, nýir vendir sópast líka upp í skaft, og mýktin hverfur. En hann fór ekki í manngreinar- álit, hvað þá stóru og vísu snerti. Hann lét sjá sig í höndluninni, hver sem faktorinn var, — og þótt hann hefði enga munna að seðja. Það er engin gustuk, að losa mann við erfiða heimkomu, þegar ekkert er til að láta upp í nema túlann á sjálfum sér, sem maður hefur þá kannski haft helzt til fullan stimdum. Barnsgrátur þarf ekki að angra mann, þegar maður er einn. Þetta blessað tár. — Já, það var far- ið að halla undan fæti. Hann rataði þó heim í kotið sitt. Nú átti hann ekki einu sinni hund- kvikindi á lifi. Hundar þurfa mikið að éta, á meðan þeir eru ungir. Og þeim líður ekki betur að alast upp við skort en öðru ungviði. Tólf skjátur þarf ekki heldur hund til að passa. tímarit máls og mennincar 65 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.