Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Það gerði Sigga aldrei.
En þegar maður kom heim, þá var
alltaf ilmur á móti manni, — oft-
ast —.
Það var alltaf gleði, þegar pabbi
kom heim!
Já, já! Alltaf gleði!
Maður þurfti ekki að horfa i augu,
sem ...
Sigga átti mjög falleg augu.
Nú lét maður ketið bíða, þangað til
maður kom heim. Ojá, það var þá
hægt að virða það fyrir sér í troginu
óskert. Þetta, sem hátíðunum var ætl-
að.
Ekki var notalegt í kofanum, bað-
stofunni á Ljósavöllum, núna.
Þar var ekki neinn ylurinn.
Líklega var dautt í kabýssuskarn-
inu. Já, því að hér var kabýssa. Það
var nú gamalt hró, og rétt til að hlæja
að því.
Þeir höfðu ætlað að henda þessu.
Hann hafði fengið hana fyrir
tvenna sjóvettlinga.
En þung hafði hún verið, að bera
hana yfir heiðina, skömmin, en hún
var búin að borga það með ylnum
síðan.
Já, svona hluti borgaði sig að bera.
Hann hafði aldrei farið með ldár í
kaupstaðinn, síðan hérna um árið.
Faktorinn, kannski kæmist hann í
dýrðina á undan Blesa, þeir voru víst
báðir í Danmörku núna.
En fjandinn hafi það, hann ætlaði
ekki að fara að birgja erlenda að
hestum, þeir gátu keypt stóðtruntur,
af þeim, sem áttu.
Það var ekki hlaupið á að eignasl
hest.
Líklega var kulnað í kabýssunni.
Þetta var nokkuð langur tími að fela
eld.
Tafsamt að ná í eldspýtnastokkinn
og vefja utan af honum bréfið.
Svona hluti geymdi maður vel. Ekki
gott að segja, hvenær maður fengi
eldspýtur næst.
Það hefði nú verið kjaftshögg að
þurfa að hlaupa eftir eldi, og vera ný-
kominn heim til að sjóða ofan í sig
hangiketið!
Stokkurinn var ekki hálfnaður.
Hann mundi endast mörg árin enn.
Eldspýtan dugði líka til að kveikja
á kolunni.
Lampi hafði nú verið til á búinu.
Honum var hægt að farga, þegar
maður var orðinn einn.
Kolan var nóg.
Ekki þurfti að sækja olíuna!
Lampi án olíu var lítils virði.
Fífan var nóg á Ljósavöllum, lýsi
átti maður líka. Það átti maður á sels-
maga.
Kom sér vel, fyrir þá, sem bjuggu
við sjó, að geta skipt á lýsi og mör-
körtu.
Bræðingur er hollur.
Þeir, sem ungir eru, þurfa að fá
eitthvað kraftgott í gogginn. En mag-
inn meltir ekki mikið af tómu lýsi.
Þetta blessað tár.
68