Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
voru vanar að bjarga sér, og hann
gæti líka tekið hlerann írá kumlinu.
Þær mundu hafa vit á að bjarga
sér, þótt það gæti orðið nokkuð
erfitt.
Kannski kæmu menn. En hann
bjóst ekki við neinu góðu af þeim
framar, — vel flestum. Þeirra heimur
var orðinn annar en hans. Þá eina
þökk gat hann gert þeim að hverfa
burt af kotinu sínu, Ljósavöllum, svo
að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur
af honum. Blessaðir mennirnir!
Það saupst smám saman úr grænni
flösku.
Það var eins og maður yngdist við
þvílíkt. Skammgóður vermir, en þó
blekking, sem vert var að halda í með-
an kostur var á. — Myndir hugans
voru að vísu beiskar, sumar. En mað-
ur reyndi að bægja þeim minningum
frá, var því vanur.
Ljósavellir, — oft hafði verið fag-
urt hér á sumrum — og hvítt á vetr-
um.
Litlir vinnumenn pabba síns höfðu
oft mokað snjó, — köldum höndum
— stundum.
Litlir vinnumenn, kvikir og léttir,
— og þó ótrúlega þungir — síðasta
spölinn.
Hann hafði alltaf ratað heim í
byljum. — Mátti ekki annað.
Kindum var ekki vandara en öðr-
um. Það varð að ráðast, hvernig færi.
Þegar forsjónin þrýtur, hvað er
þá?
Það logar glatt í kabýssugarminum.
Og maður á pott, sækir snjó í hann
og setur á vélina. Og fyrr en varir er
komið sjóðandi vatn.
Maður á líka bolla, meira að segja
skeggbolla, sem manni var gefinn fyr-
ir fjölmörgum árum. — Þá fóru ung
hjón í kaupstað.
Maður lætur vatnið kólna ögn og
hellir svo út í úr grænni flösku.
Nú hefur maður púns, þótt sykur-
inn vanti, og getur sparað sér ketögn-
ina.
Og yfir gömlum bolla er farið að
kveða rímur og sálma, stökur og
kvæðisbrot, mest þó rímur.
Maðurinn þagnar af og til — og
eins og hlustar, en hér er allt hljótt, —
mjög hljótt, — og glóðin í vélinni
dofnar.
Nú er orðið nógu heitt hér inni, —
og eldiviður er ekki heldur til bruðl-
unar, þótt á jólanótt sé.
Minning, hve þú ert skrýtin! — Má
ekki gamall maður hafa frið og gleðj-
ast?
Minning þess, þegar allt var búið,
— því að raunverulega er nú öllu
lokið, hefur verið svo um skeið.
Þetta er ekki þitt land.
Þú hefur aldrei átt þetta land.
Þetta var almenningur.
Það er búið að selja almenninginn,
og þú átt að pilla þig burt.
Svona höfðu þeir talað einu sinni,
ekki alls fyrir löngu.
Þeir höfðu líka ætlað að lempa
70