Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR voru vanar að bjarga sér, og hann gæti líka tekið hlerann írá kumlinu. Þær mundu hafa vit á að bjarga sér, þótt það gæti orðið nokkuð erfitt. Kannski kæmu menn. En hann bjóst ekki við neinu góðu af þeim framar, — vel flestum. Þeirra heimur var orðinn annar en hans. Þá eina þökk gat hann gert þeim að hverfa burt af kotinu sínu, Ljósavöllum, svo að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af honum. Blessaðir mennirnir! Það saupst smám saman úr grænni flösku. Það var eins og maður yngdist við þvílíkt. Skammgóður vermir, en þó blekking, sem vert var að halda í með- an kostur var á. — Myndir hugans voru að vísu beiskar, sumar. En mað- ur reyndi að bægja þeim minningum frá, var því vanur. Ljósavellir, — oft hafði verið fag- urt hér á sumrum — og hvítt á vetr- um. Litlir vinnumenn pabba síns höfðu oft mokað snjó, — köldum höndum — stundum. Litlir vinnumenn, kvikir og léttir, — og þó ótrúlega þungir — síðasta spölinn. Hann hafði alltaf ratað heim í byljum. — Mátti ekki annað. Kindum var ekki vandara en öðr- um. Það varð að ráðast, hvernig færi. Þegar forsjónin þrýtur, hvað er þá? Það logar glatt í kabýssugarminum. Og maður á pott, sækir snjó í hann og setur á vélina. Og fyrr en varir er komið sjóðandi vatn. Maður á líka bolla, meira að segja skeggbolla, sem manni var gefinn fyr- ir fjölmörgum árum. — Þá fóru ung hjón í kaupstað. Maður lætur vatnið kólna ögn og hellir svo út í úr grænni flösku. Nú hefur maður púns, þótt sykur- inn vanti, og getur sparað sér ketögn- ina. Og yfir gömlum bolla er farið að kveða rímur og sálma, stökur og kvæðisbrot, mest þó rímur. Maðurinn þagnar af og til — og eins og hlustar, en hér er allt hljótt, — mjög hljótt, — og glóðin í vélinni dofnar. Nú er orðið nógu heitt hér inni, — og eldiviður er ekki heldur til bruðl- unar, þótt á jólanótt sé. Minning, hve þú ert skrýtin! — Má ekki gamall maður hafa frið og gleðj- ast? Minning þess, þegar allt var búið, — því að raunverulega er nú öllu lokið, hefur verið svo um skeið. Þetta er ekki þitt land. Þú hefur aldrei átt þetta land. Þetta var almenningur. Það er búið að selja almenninginn, og þú átt að pilla þig burt. Svona höfðu þeir talað einu sinni, ekki alls fyrir löngu. Þeir höfðu líka ætlað að lempa 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.