Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Side 81
STJÖRNUR HIMINSINS hann með góðu, telja honum trú um, hvað honum væri fyrir beztu. Hann lét það engin áhrif hafa á sig og sat kyrr. En bráðum byggði enginn Ljósa- velli, að þvi hlaut að draga. Þá hefðu þeir sitt fram. Langt er einum að heyja vonlausa baráttu. Hefðu litlir vinnumenn pabba síns ... — og gamall maður fer að kveða rímur við raust. Ennþá átti hann tros í kagga, — og ennþá var drjúgt í stabba handa nokkrum munnum, þótt veturinn væri langur. Og silungur gekk í ána hjá Ljósa- völlum. — Hann var sprækur að kom- ast alla þessa leið. — Og allir komust ekki í sjóinn aftur. Það gat verið mikil list að ná þess- um spretthörðu krílum. Litlir vinnumenn pabba síns höfðu haft gaman af að læra þá kúnst, — þeir, sem höfðu fengið að stækka. Silung í soðið handa mömmu. Af silung mátti elda góða súpu. Margt var fyrir munn og maga, lík- lega flest, og þó hafði annað stundum verið haft um hönd. Þetta blessað tár, sem nú er neytt úr skeggbolla, — og leikir hefjast á gólfinu á ný. Þá voru mörg ævintýr sögð. Og allt varð lifandi. Gólf og rúm, borð og kista, þessu deilt í lönd og álfur. — Fjarlæg lönd og langar heiðar. Og sjórinn var fjarlægt ævintýr. Seint varð þreytandi að hlýða sögum af svo einkennilegu fyrirbrigði. Sum höfðu þau fengið að sjá sjó- inn, — ekki nærri því öll. Oft hafði skeggið á karlinum verið klakað. Nú var það grátt, en ennþá mikið. Hárið aftur á móti tjásur. Og nú togaði enginn í skegg né skör. Þröng baðstofan var að stækka og stækka. Hún varð að víðum völlum og ónumdu landi. Þetta blessað tár. Svikagleði. Sorgmagnari — og svo ekkert meir. — Bráðum yrði ekkert meir. Þá yrði gott að sofa, — sofa, þótt maður þyrfti aldrei að vakna. Kannski vaknaði maður aftur, — kannski ekki. Þeir sögðu svo margt, sem manni var ætlað að trúa. Það, sem manni var œtlað að trúa, var sjaldnast rétt. Þeir voru ekki gjarnir á að hamra inn í mann sannleikann. — Kannski þurfti þess ekki, — og ef til vill var ekki ýkjamikið um þá vöru. Og það var annað vín á flöskunum inni á kontórnum en í ankerinu í búð- inni, sem almenningur fékk staup af í kauptíðinni. Stundum líka þeir, sem lítið höfðu inn að leggja, þótt þeir 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.