Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 81
STJÖRNUR HIMINSINS
hann með góðu, telja honum trú um,
hvað honum væri fyrir beztu.
Hann lét það engin áhrif hafa á sig
og sat kyrr.
En bráðum byggði enginn Ljósa-
velli, að þvi hlaut að draga.
Þá hefðu þeir sitt fram.
Langt er einum að heyja vonlausa
baráttu.
Hefðu litlir vinnumenn pabba síns
... — og gamall maður fer að kveða
rímur við raust.
Ennþá átti hann tros í kagga, — og
ennþá var drjúgt í stabba handa
nokkrum munnum, þótt veturinn væri
langur.
Og silungur gekk í ána hjá Ljósa-
völlum. — Hann var sprækur að kom-
ast alla þessa leið. — Og allir komust
ekki í sjóinn aftur.
Það gat verið mikil list að ná þess-
um spretthörðu krílum.
Litlir vinnumenn pabba síns höfðu
haft gaman af að læra þá kúnst, —
þeir, sem höfðu fengið að stækka.
Silung í soðið handa mömmu.
Af silung mátti elda góða súpu.
Margt var fyrir munn og maga, lík-
lega flest, og þó hafði annað stundum
verið haft um hönd.
Þetta blessað tár, sem nú er neytt
úr skeggbolla, — og leikir hefjast á
gólfinu á ný.
Þá voru mörg ævintýr sögð.
Og allt varð lifandi.
Gólf og rúm, borð og kista, þessu
deilt í lönd og álfur. — Fjarlæg lönd
og langar heiðar.
Og sjórinn var fjarlægt ævintýr.
Seint varð þreytandi að hlýða sögum
af svo einkennilegu fyrirbrigði.
Sum höfðu þau fengið að sjá sjó-
inn, — ekki nærri því öll.
Oft hafði skeggið á karlinum verið
klakað.
Nú var það grátt, en ennþá mikið.
Hárið aftur á móti tjásur.
Og nú togaði enginn í skegg né
skör.
Þröng baðstofan var að stækka og
stækka. Hún varð að víðum völlum
og ónumdu landi.
Þetta blessað tár.
Svikagleði.
Sorgmagnari — og svo ekkert meir.
— Bráðum yrði ekkert meir.
Þá yrði gott að sofa, — sofa, þótt
maður þyrfti aldrei að vakna.
Kannski vaknaði maður aftur, —
kannski ekki.
Þeir sögðu svo margt, sem manni
var ætlað að trúa. Það, sem manni var
œtlað að trúa, var sjaldnast rétt.
Þeir voru ekki gjarnir á að hamra
inn í mann sannleikann. — Kannski
þurfti þess ekki, — og ef til vill var
ekki ýkjamikið um þá vöru.
Og það var annað vín á flöskunum
inni á kontórnum en í ankerinu í búð-
inni, sem almenningur fékk staup af
í kauptíðinni. Stundum líka þeir, sem
lítið höfðu inn að leggja, þótt þeir
71