Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Page 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
kynnu að gleymast, eins og vonlegt
var.
En brennivínið hafði horfið með
faktornum. Þeir, sem eru í kaupfélagi
þurfa ekki brennivín.
Að maður vaknaði?
já, ætli þeir ljúgi því ekki að göml-
um manni, eins og öðru. Þeir höfðu
logið í hann frá því hann mundi.
Menn mundu ekki gera sér það að
leik að verða ríkir, bara til þess að
komast ekki inn í himnaríki.
Og þó var kannski einhver þarna
uppi, — en hann var þá allt öðruvísi
en hann var sagður. Og eflaust ekki al-
máttugur.
Almáttugur?
Nei, það gat hann ekki verið. Þá
var að minnsta kosti ólíkt innrætið
hans og Brynka gamla, því að skyn-
skiptingur var hann enginn, — ef
hann var til.
Nei, Brynki hefði ekkert að gera í
heimsókn til þess háttar herra. Hann
hafði ekki lagt það fyrir sig um dag-
ana að heimsækja höfðingja og
mundi ekki taka upp þann sið, þótt
hann ætti eftir að verða eilífur.
Höfðingjarnir voru fyrir aðra en
Brynka á Ljósavöllum. Til þeirra
hafði hann sótt smátt — og ekki gott,
— fæst gott. — Því var svo sem ekki
að neita, að stundum hafði hann kom-
ið með ýmislegt upp í munn, en þá
kom fullt gjald fyrir.
Gamall maður átti víst lítið til að
verzla fyrir við himnasjólann.
Hann hafði víst gengið eftir sínu,
engu síður en faktor og kaupfélag.
Blessunin hann Gunnar og flaskan.
það sparaði manni þó ketið.
En til hvers var að spara, þegar
enginn gladdist yfir að bita væri
stungið í munn.
Gamall maður var líka orðinn ónýt-
ari að vera svangur, þegar engan var
að seðja.
Gamall maður var hættur að hlakka
til.
Þá er ævin bráðum öll.
Hún varð öll, þegar hann sneri
heim og enginn beið.
Enginn, þó að kindur væru í hús-
um, því að gamall maður lifir hvorki
af kindum einum né fyrir kindur ein-
ar.
Þó finnst honum það stundum, en
það er bara tór.
Tór, sem krökktir á meðan eitthvert
lýsi er eftir á kolunni.
Gamall maður stendur á fætur.
Hann er stirður og valtur.
Færðin hefur verið þung í dag —
þó stundum þyngri.
Kannski rétt að gá til veðurs?
Hann vagar og gengur út.
Nú eru komnar stjörnur um allan
himin. — Og norðurljósin braga.
Það er hvítt svo vítt sem sér, en
gamall maður sér ekki langt.
Frostkyrr nóttin gerir hann léttan
á sér. — Þó er honum hálf-bimb-
ult.
Hann skyrpir út úr sér og fer að
72