Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Síða 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Gamall maður raðar öllu í trogið, bolla og flösku. Þetta er falleg flaska. Einhvern tíma hefði verið gaman að eignast svona flösku, — og litlir vinnumenn pabba síns hefðu fært honum kaffi í henni, bundinni upp á bak, í sokk. — Litlir vinnumenn pabba síns voru stundum rösulir, þeir þurftu að flýta sér og þó að sjá svo margt. Þegar hann átti bara einn eftir, þá kom einu sinni brotin flaska í sokk. Síðan var flaska bundin upp á bak. En það var betra en kaffi og flaska að sjá, að lítill vinnumaður þurfti ekki að vera hræddur við pabba sinn. Nú voru hvorki litlir vinnumenn né vinnukonur meir. Nú hafði hann engu að tapa. Lj ósavellir? Hér voru engir Ljósavellir meir. Kannski yrðu hér einhvem tíma Ljósavellir? En þeir ætluðu að selja Ljósavelli. En fyrst yrðu þeir að stela þeim. Stela þeim frá litlum vinnumönnum framtíðarinnar, — þeim, sem þeim ekki tækist að — myrða. Því að aftur koma ungur maður og ung kona — og eignast litla vinnu- menn og vinnukonur. Og sólin glitrar fögur um Ljósa- velli. Og landið andar unaði í brjóst þeirra, sem ekki kunna að svíkja. Grænar tættur — verða aftur gróin tún. Löng er gangan og víxlsporin mörg. Gamall maður tekur trogið tveim höndum og byrjar að staulast fram gólfið. Hann ætlar að láta ketbitana ofan í kistu. Þetta er gott ket, og það er hægt að skera af því margar fallegar sneiðar, til að stinga upp í litla munna. í beinum er mergur, — góður mergur. Hann er búinn að borða af því — hefur því nær borðað af heilum legg, — á meðan litlir vinnumenn sváfu, — litlir vinnumenn pabba síns, sem verða svangir á morgun. Það verður ekki aftur tekið, — og ket er freistandi fyrir svangan mann, sem gengið hefur yfir heiði. En nú verður ekki meira imi það. Þessum bita ætlar hann að skipta í fyrramálið, — strax og þeir vakna. Pabbi ætlar að ná í svolítið handa stúfunum sínum, — það er betra en nokkuð sem faktorinn á. Gamall maður finnur fyrst hvað sultur er, ef litlir vinnumenn hans eru svangir. Þessi hrygla er einkennileg, og hann reynir að frussa utan hjá trog- inu. En gólfið er víst ekki vel slétt, og gamall maður dettur. Flaska og bolli hrökkva í marga parta. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.