Tímarit Máls og menningar - 01.03.1956, Blaðsíða 84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Gamall maður raðar öllu í trogið,
bolla og flösku.
Þetta er falleg flaska.
Einhvern tíma hefði verið gaman
að eignast svona flösku, — og litlir
vinnumenn pabba síns hefðu fært
honum kaffi í henni, bundinni upp á
bak, í sokk. — Litlir vinnumenn
pabba síns voru stundum rösulir, þeir
þurftu að flýta sér og þó að sjá svo
margt.
Þegar hann átti bara einn eftir, þá
kom einu sinni brotin flaska í sokk.
Síðan var flaska bundin upp á bak.
En það var betra en kaffi og flaska
að sjá, að lítill vinnumaður þurfti
ekki að vera hræddur við pabba
sinn.
Nú voru hvorki litlir vinnumenn né
vinnukonur meir.
Nú hafði hann engu að tapa.
Lj ósavellir?
Hér voru engir Ljósavellir meir.
Kannski yrðu hér einhvem tíma
Ljósavellir?
En þeir ætluðu að selja Ljósavelli.
En fyrst yrðu þeir að stela þeim.
Stela þeim frá litlum vinnumönnum
framtíðarinnar, — þeim, sem þeim
ekki tækist að — myrða.
Því að aftur koma ungur maður og
ung kona — og eignast litla vinnu-
menn og vinnukonur.
Og sólin glitrar fögur um Ljósa-
velli.
Og landið andar unaði í brjóst
þeirra, sem ekki kunna að svíkja.
Grænar tættur — verða aftur gróin
tún.
Löng er gangan og víxlsporin mörg.
Gamall maður tekur trogið tveim
höndum og byrjar að staulast fram
gólfið.
Hann ætlar að láta ketbitana ofan
í kistu.
Þetta er gott ket, og það er hægt að
skera af því margar fallegar sneiðar,
til að stinga upp í litla munna.
í beinum er mergur, — góður
mergur.
Hann er búinn að borða af því —
hefur því nær borðað af heilum legg,
— á meðan litlir vinnumenn sváfu, —
litlir vinnumenn pabba síns, sem
verða svangir á morgun.
Það verður ekki aftur tekið, — og
ket er freistandi fyrir svangan mann,
sem gengið hefur yfir heiði.
En nú verður ekki meira imi það.
Þessum bita ætlar hann að skipta í
fyrramálið, — strax og þeir vakna.
Pabbi ætlar að ná í svolítið handa
stúfunum sínum, — það er betra en
nokkuð sem faktorinn á.
Gamall maður finnur fyrst hvað
sultur er, ef litlir vinnumenn hans eru
svangir.
Þessi hrygla er einkennileg, og
hann reynir að frussa utan hjá trog-
inu.
En gólfið er víst ekki vel slétt, og
gamall maður dettur.
Flaska og bolli hrökkva í marga
parta.
74